Mun Geir nota þingrofsvaldið í stöðunni?

Í viðtali nú á sjöunda tímanum sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, að hann myndi ekki afsala sér þingrofsvaldinu. Þetta er merkilegt útspil - enda felst í því að Geir muni slíta stjórnarsamstarfinu og rjúfa þing og boða til kosninga innan 45 daga áður en Samfylkingin tekur eitthvað slíkt skref. Hann tók það sérstaklega fram að valdið væri sitt og myndi ekki láta það af hendi. Mér finnst það gefa til kynna að það sé uppi á borðinu í samtölum innan Sjálfstæðisflokksins.

Miðað við stöðuna er þessi ríkisstjórn allt að því fallin og ekkert traust eftir. Mér finnst greinilegt að brugðið getur til beggja vona. Sjálfstæðisflokkurinn getur bundið enda á samstarfið ef allt fer á versta veg og á þá í þeirri stöðu að rjúfa strax þing.


mbl.is Útilokum ekki breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það liggur fyrir að ef Geir víkur ekki Davíð þá er stjórnin búin. Geir hefur sagt að hann lætur ekki frá sér stjórnarrofsréttinn þannig að þessi möguleiki er mjög raunhæfur -

Óðinn Þórisson, 25.1.2009 kl. 19:45

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við sko sammála Stefán Friðrik /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.1.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband