Vinstristjórn í burðarliðnum - ISG forsætisráðherra

Þá eru örlög ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar væntanlega ráðin. Kjaftasagan segir að vinstriflokkarnir hafi náð samkomulagi um minnihlutastjórn, varða af Framsókn, þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði forsætisráðherra en Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra en forsetaembætti þingsins falli í hlut Framsóknarflokksins.

Þetta er merkileg kjaftasaga og fróðlegt að heyra hana áður en þingflokksfundum stjórnarflokkanna lýkur. Ef þetta er rétt er alveg ljóst að samningaviðræður helgarinnar voru hreinn skrípaleikur og partur af valdaleikriti Samfylkingarinnar.

mbl.is Þingflokksfundir hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

NEI TAKK... að fá Steingrím J til þess að stjórna á ögurstundu er ávísun á að ísland verði að svartholi.
Þjóðstjórn... breyta stjórnarskrá, að ana út í kosningar er að ana yfir á rauðu ljósi

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Baugsveldisklíkan enn og aftur að stýra málum.

Burt með þetta hyski og Davíð aftur í forsætisráðherrastólinn.  Það eitt getur bjargað íslenzkri þjóð.

Sigurður Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband