Kjaftasaga um vinstristjórn spuni Samfylkingar?

Kjaftasaga morgunsins um vinstristjórnina, með Ingibjörgu Sólrúnu sem forsætisráðherra og Steingrím Jóhann sem fjármálaráðherra og tengilið við IMF, er væntanlega uppspuni eins og sumir fullyrða og partur af spunaleikhúsi Samfylkingarinnar til að mynda þrýsting á Sjálfstæðisflokkinn. Annars er eðlilegt að sumum kjaftasögum sé trúað meðan þær hafa ekki verið raktar á upphafsreit. Þó hefur þessi vinstristjórnarsaga verið rakin til Samfylkingarinnar og ég hef heyrt margar sögur um það eftir að lesa fréttir í morgun og eftir að hafa skrifað um það sjálfur.

Kannski ráðast örlögin eftir allt saman á fundum stjórnarflokkanna og þeir nái saman um aðgerðir. Mér finnst samt merkilegt að fylgjast með valdaleikriti Samfylkingarinnar þar sem leitað er í smiðju Halldórs Ásgrímssonar í samningum við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningarnar 2003 til að réttlæta að Samfylkingin fái forsætið núna á síðustu hundrað dögum ríkisstjórnarinnar fyrir kosningar - þeir leiði síðustu metrana og skipt sé um forsætisráðherra bara til að þjóna hagsmunum Samfylkingarinnar.

Mér finnst það líka mjög merkileg krafa að kona sem nýlega er komin úr miklum uppskurði eigi að taka við embætti forsætisráðherra og haldi því opnu að leiða flokk sinn í vor. Nema þá að þetta sé pólitískur svanasöngur Ingibjargar Sólrúnar og hún vilji kveðja pólitíkina sem forsætisráðherra í þrjá mánuði en fara ekki fram í vor.

En kjaftasögurnar eru margar og erfitt að gera sér grein hverjum skal trúa og hverjum ekki. Best að taka hæfilegt mark á þeim öllum og velta þeim fyrir sér. Nú er beðið þess sem gerist á þingflokksfundunum. Vonandi ráðast örlögin þar en hafa ekki ráðist fyrir löngu síðan, á sellufundum um helgina.

mbl.is Rafmögnuð stemmning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

xB er búin að skipta um forystu. xD mun gera það á landsfundi innan skamms. Ingibjörg Sólrún þarf að átta sig á því að hún verður að stíga til hliðar í xS ef ekki á að stefna í hrun þeirra í væntanlegum kosningum. Auðvitað væri æskilegt að hrista upp í xV líka, en þeir eru þó blessunarlega lausir við að vera sekir um aðgerðir og aðgerðaleysi undanfarinna tveggja ára, sem ollu hruninu að miklu leyti. Alþjóðlega kreppan var hvellhettan, en allt sprengiefnið var unnið hér heima. Svo segi ég ekki orð um frjálslynda. Heldur ekki ný framboð, sem eingöngu stefna að því að leggja sjálf sig niður og hafa ekki mótaða heildarstefnu í efnahagsmálum, atvinnumálum, heilbrigðismálum, menntamálum, skattamálum.....

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Fæst orð bera minnsta ábyrgð.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.1.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband