Jóhanna verður forsætisráðherra í nýrri stjórn

Við blasir að forsætisráðherravalkostur Samfylkingarinnar, aldursforsetinn Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, muni leiða nýja ríkisstjórn, væntanlega minnihlutastjórn Samfylkingar og vinstri grænna, varða af Framsóknarflokknum, ef Geir H. Haarde nýtir ekki þingrofsrétt sinn á Bessastöðum í dag. Get ekki séð að þjóðstjórnarkosturinn gangi við þær aðstæður sem uppi er. Vinstriflokkarnir hafa augljóslega myndað með sér blokk um helgina með Framsókn, jafnvel fyrr. Leikritið sem hefur staðið um helgina hefur greinilega verið þaulskipulagt og vissulega merkilegt á að horfa.

Mér finnst merkilegt að Jóhanna sé valkostur Samfylkingarinnar. Eflaust er þetta til að létta þrýstingi af Ingibjörgu Sólrúnu og til að tryggja henni framhaldslíf í pólitík nái hún heilsu. Með þessu stígur hún til hliðar meðan mótmælendur róast og ætlar að koma á sviðið aftur og verður væntanlega þá sú eina eftir af ráðamönnum í fremstu víglínu bankahrunsins sem enn er eftir á sviðinu. Þetta er merkilegur leikur en eflaust þaulskipulagður. Jóhanna sem starfsaldursforseti Alþingis er valkostur sem kemur fram sem fulltrúi þingræðis í krísu, svipað og Gunnar Thoroddsen árið 1980.

Fúkyrðin og ávirðingar um ómögulegt samstarf ganga á milli. Greinilegt er þó á öllu að Sjálfstæðisflokkurinn gekk að öllum kröfum Samfylkingarinnar nema því að afsala sér forsætinu, sem um var samið milli flokkanna. Slík afstaða er heiðarleg, enda afleitt að ætla að skipa málum öðruvísi í samstarfinu í hundrað daga, eða fram að kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fer því af velli með heiðarlegum hætti og stendur við fyrirframákveðið samkomulag.

Óvissan í þjóðfélaginu er fjarri því að baki þó stjórnarfyrirkomulag breytist. Ég tel líklegast að Ólafur Ragnar feli Jóhönnu stjórnarmyndunarumboð fljótlega eftir að Geir fer til Bessastaða ef þingrofsréttur hans er ekki nýttur enda er handritið að þessu leikriti löngu skrifað og tilbúinn til túlkunar af aðalleikurunum. Utanþingsstjórn er ólíklegur valkostur. Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn fær hann við þær aðstæður næði og góðan tíma til að stokka sig upp og kannski ágætt eftir það sem gengið hefur á að hann fái sitt svigrúm.

Ég er innst inni ánægður með að þessu stjórnarsamstarfi er lokið. Það hafði verið ónýtt mjög lengi og heilindin löngu farin. Heiðarleg samskipti Geirs og Ingibjargar hélt ótrúlega lengi en að öðru leyti var það löngu farið veg allrar veraldar. Ég gaf því fullt tækifæri þegar þessi stefna var tekin eftir kosningarnar 2007 en treysti aldrei á það og hef fyrir löngu hætt alvöru stuðningi við hana, enda óheilindasamstarf.

Mér finnst mikilvægt að við þessar aðstæður verði kjörin alveg ný forysta Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í mars. Ég mun ekki styðja neinn í núverandi forystu áfram og vona að samstaða náist um alveg nýtt fólk þar í forystu, sem ótengt er með öllu ákvörðunum og forystu í aðdraganda og eftirmála bankahrunsins. Tækifærið er til breytinga - það þarf að nýta.


mbl.is Jóhanna næsti forsætisráðherra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Þú gleymir að nefna að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki taka til í Seðlabankanum....Það mál er allt mjög svo loðið svo ekki sé meira sagt!!

Aldís Gunnarsdóttir, 26.1.2009 kl. 15:09

2 Smámynd: Mama G

Já, gleymdir alveg að segja okkur hvað verður um Davíð - mér finnst gaman að vita söguþráðinn fyrirfram!

Hann verður væntanlega látinn fara núna, rétt passlega snemma til að hann geti tekið þátt í kosningaslagnum í vor. Er það í handritinu að hann muni leiða D-flokkinn á nýjan leik???

Mama G, 26.1.2009 kl. 15:24

3 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Ég er sammála Aldísi. Forsæti var ekki eina krafa Samfylkingarinnar. Þeirra krafa var líka sú að það yrði hreinsað útúr Seðlabankanum og ég held að á því hafi allt strandað.

Erla J. Steingrímsdóttir, 26.1.2009 kl. 15:38

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mínar heimildir segja að það hafi verið samþykkt að taka stjórn Seðlabankans og stokka hana upp, sameina Seðlabankann Fjármálaeftirlitinu. Samstaða náðist í raun um þetta fyrir jól og var á borðinu. Þetta féll á forsætinu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.1.2009 kl. 15:47

5 identicon

Afhverju ætti þetta að róa mótmælendur?

Þórður Möller (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 16:14

6 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Ég held að flokkarnir hafi ekki verið sammála um hvernig ætti að standa að þessari uppstokkun í Seðlabankanum. Samfylking vildi Davíð burt en ég held að Sjálfstæðismenn hafi viljað leyfa honum að halda einhverri reisn, hætta sjálfur eða eitthvað svoleiðis.  Svo er það nú bara þannig að Davíð Oddson sjálfur vill ekki fara og hefur verið með hótanir hægri vinsti um að hann kljúfi Sjálfstæðisflokkinn ef hann verður látinn fara. Hann hugsar ekki um þjóðarhag. Eingöngu eigin hag.

Erla J. Steingrímsdóttir, 26.1.2009 kl. 16:32

7 identicon

Það má nú líka fljóta hérna með, svona bara vegna þess að það er mikilvægt að það gleymist ekki. Það er ekki þannig að Geir hafi verið ímynd heiðarleikans undanfarna mánuði, hann hefur hvað eftir annað orðið uppvís af hálfsannleik, eða beinlínis ósannsögli, vissulega má líka segja að hann hafi haft ærna ástæðu til, en þegar hann er hvað eftir annað staðin að öðru eins, þá er trúverðuleikinn ansi fljótur að hverfa, þó svo að hann segist hafa verið tilbúinn að skipta út í Seðlabankanum, alveg síðan fyrir jól, þá spyr ég bara afhverju hann einhenti sér ekki í það, hann martuggði það að í hans höndum væri umboð til breytinga á Seðlabankanum, hann margtuggði stuðning sinn við Davíð. Ég vorkenni Geir að hann skuli ekki fá að fara frá með einhverskonar reisn, en það má líka benda á allt það sem aflaga fór síðastliðið ár og að hann hafi loks axlað ábyrð á því, þó svo að það hafi hann ekki gert ótilneyddur.

jónas (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband