Gamaldags hrossakaup með baktjaldamakki

Eftir margra ára stjórnarandstöðuvist reynir nú í fyrsta skipti fyrir alvöru á bardagamanninn Steingrím Jóhann Sigfússon og vinstri græna í ríkisstjórn. Einn helsti andstæðingur lánsins frá IMF verður nú fjármálaráðherra og þarf að fara í það merkilega verkefni að skera niður og dekstra við samninginn við IMF, ekkert annað blasir við á næstunni. Enn hefur mesta höggið ekki riðið yfir í þeim efnum. Vinstri grænir þurfa nú að hætta týpísku tali sínu á móti öllu og fara í verkin. Þar reynir á hvernig flokkurinn standi sig í alvöru verkum.

Mér finnst fall ríkisstjórnarinnar og myndun nýrrar stjórnar vera týpískt fyrir gamaldags pólitík og vinnubrögð sem einhverjir vonuðust eftir að væru hluti af fortíðinni. Þetta eru týpísk gamaldags hrossakaup með baktjaldamakki og stólaskiptum. Enn kemur það í ljós að allir eru tilbúnir að gera allt fyrir stólana sína. Nema kannski Sjálfstæðisflokkurinn. Hann hefði getað haldið völdum með því að sætta sig við forsætisráðherra úr Samfylkingunni en afþakkaði það og heldur þess í stað í stjórnarandstöðu.

Ekki verður vart við neinn fögnuð með fall ríkisstjórnarinnar nema hjá mjög fámennum hóp. Engin umskipti verða í pólitíkinni. Vinstri grænir setjast bara að kjötkötlunum og fara í stólamakk til að maka eigin krók. Nema hvað. Þetta er pólitískur hráskinnaleikur eins og hann bestur, eða kannski verstur frekar, sennilega betra orðað þannig. Þetta er gamaldags pólitík eins og við þekkjum svo vel. Hugsað er um stólana fram yfir málefnin. Hvaða málefni munu nýjir stjórnarflokkar ná samstöðu? Þetta verður einhver stuttur stikkorðalisti og svo samningar um stólana, eins og við sjáum þegar glitta í.

Erfiðir tímar eru framundan. Við blasir að skera þarf niður á öllum sviðum í takt við samninginn við IMF. Vinstri grænir blótuðu þeim samningi í sand og ösku en fara nú í það merkilega verkefni að hlúa að honum. Verður eflaust gaman fyrir þá að vera blóðugir upp fyrir axlir í niðurskurði. Hlakka til að sjá Ögmund Jónasson, nýjan heilbrigðisráðherra, koma með töfralausnirnar sínar þar sem áður þurft að spara sjö milljarða bara á þessu fjárlagaári.

Og enn á ástandið eftir að versna og vondar ákvarðanir framundan. Held að enginn sé öfundsverður að þessu nema vinstri grænir sem loksins geta sýnt hvað í þeim býr. Þeir eru þegar gengnir valdinu á hönd - byrjaðir að gefa eftir og makka með.


mbl.is VG leggur línurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vg hafa álíka kok og Samfylking og verða að gleypa og kyngja.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: Kristján Logason

Það er á málflutningi harðlínu sjálfstæðismanna að skylja að við höfum ekkert val. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ráði för.

 ég vil minna á það að haldið hefur verið leynd yfir því í hverju samningurinn fells. Hvað hræðast menn. ég treysti því að Steingrímur (sem nú reynir mikið á) láti ekki valta yfir sig og haldi AGS á skynsömum nótum. Meira þarf en niðurskurð. Það er vitað mál að sækja má til baka eitthvað af þeim skattalækkunum sem hafa átt sér stað á undanförnum árum. Hátekjuskattur er itt dæmi. Vel má vera að það skili litlu eins og sjálfræðismenn hafa hamrað á en margt smátt gerir eitt stórt.

Það eina sem heyrst hefur frá sjálfræðismönnum er upphróp um AGS og að bankarnir sjái um rest. Bankarnir hafa hins vegar ekki einu sinni verið skilgreindir og geta því enn ekki gert neitt því þeir vita ekki hvað skal og hvað má, enda var verið að undirbúa að afhenda mönnum bankana strax. Það átti sem sagt ekki að gera enitt. Láta hlutina dankast og benda á AGS.

Verra en svo getur þetta ekki orðið og því verða menn að bretta upp ermar og sýna hvað í þeim býr. Að öðrum kosti fá sjálfstgræðgismenn aftur forystu og allir vita hvernig það fór nú síðast. 

Kristján Logason, 27.1.2009 kl. 10:44

3 identicon

Ef talað er um hrossakaup, þá eiga þau við alla flokka. Sjálfstæðisflokkurinn er alls ekki saklaus af því. Og ljótustu leikirnir eru leiknir af þeim í Reykjavíkurborg. Hverjum ætlar þú að trúa þegar báðir formennirnir væna hinn um ósætti og ósamstöðu flokksins síns? Þú trúir greinilega meira þínum mönnum og það er skiljanlegt.

Það er skítabragð af viðbrögðum beggja og ég hefði viljað þau bæði út, til að sýna lit. En ég sá ALDREI neitt frá sjöllum sem benti til þess að þeir vildu sýna lit. Ef Björgvin segir af sér, ... má ekki líka gera kröfu á að Árni M. hefði sagt af sér? Nú kannski skiptir það ekki máli, en í þessari stöðu sem nú er ... þá finnst mér skrítið að hamra á um eitthvað baktjaldamakk þegar þessi afstaða var ekki jafn sterk hér á blogginu þegar Sjallar baktjaldamökkuðu sem mest í borginni.

Kannski er þetta líka það besta sem getur komið fyrir Sjallana? Sjá hvernig VG virka í stjórn og fá perspective frá stjórnarandstöðu.... ég tel að það sé Íslendingum hollt að losna við Sjallana úr ríkisstjórn.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:35

4 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Voðalega er þetta bitur pistill....

Aldís Gunnarsdóttir, 27.1.2009 kl. 14:37

5 identicon

Sárt að vita hvað þér svíður Stefán.

birgir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband