Feluleikur vinstriflokkanna um stjórnarmyndun

Enginn vafi leikur á því að vinstristjórn verður mynduð, sennilega strax á morgun eða í síðasta lagi miðvikudaginn. Mér finnst feluleikur sumra stjórnmálamannanna með þessa staðreynd og margra daga samningaviðræður hálf hlægilegar. Ögmundur talaði enn fyrir þjóðstjórn á Stöð 2 þótt öllum sé ljóst að það sé bara blaður út í bláinn. Rætt hefur verið um þennan valkost mun lengur en allir vilja viðurkenna og þær viðræður bæði komnar mun lengra og orðnar víðtækari en nokkur vill viðurkenna.

Ég heyri að skipting ráðuneyta sé komin vel á veg og í raun ekkert eftir nema fá samþykki á ráðahagnum frá Bessastöðum. Miðað við boðskap forsetans verður það ekki erfitt. Stóra spurningin er hvort stjórnlagakreppa fylgi orðum forsetans en hann gengur mun lengra en forverar hans í hlutverki þjóðhöfðingjans og oftúlkar hlutverk sitt.

mbl.is Ný ríkisstjórn í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er hlægilegt að horfa á ásteitingsatriði Sollu og ástæðu stjórnarslita.

Þetta er nauðaómerkilegt fólk.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 19:51

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Allt í kringum afsögn Björgvins, grein framkvæmdastjórans á heimasíðu flokksins, forsætisráðuneytið yfir til þeirra o.s.frv var leikflétta - það var aldrei í stöðunni annað en að slíta þessu - þeir eru búinir að leggja mjög mikið á sig til að slíta þessu - nú fá þeir að vinna með vg - verði þeim að góðu

Óðinn Þórisson, 26.1.2009 kl. 21:20

3 Smámynd: Stefanía

Ég trúi ekki öðru en að fólk sjái í gegnum þetta plot.

Stefanía, 26.1.2009 kl. 21:30

4 identicon

 
Í dag Geir Haarde var að sýna þjóðina að hann er enn (og hefur altaf verið) undir stjórn Davið Oddssonar.. Þess vegna gat ekki finna samkómulag við Samfylkinginn.. 

Reynir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 00:21

5 Smámynd: Haukur Kristinsson

guð blessi ísland þegar þessir flokkar samfó og VG taka við, fer bara að vera trúaður og biðja til guðs

Haukur Kristinsson, 27.1.2009 kl. 00:29

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Maður þarf ekki að vera spámannlega vaxinn til að sjá þetta slys fyrir, Mörður Árnason, vþm. Samfylkingarinnar, var aldrei sáttur við "kossastjórnina", sem

mynduð var á Þingvöllum 2007 og hugsaði henni þegjandi þörfina.

Mörður brá hart við í fyrra, er óveðurský hrönnuðust á himni fjármálaheimsins, og fór að vinna að þeirri framvindu mála, sem orðin er. Það þarf varla að skýra út fyrir sæmilega þenkjandi fólki,til hverra Mörður leitaði til að koma hugmyndum sínum á framfæri ?

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 27.1.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband