Fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann

Mér finnst merkilega lítið hafa verið gert með þá staðreynd að Jóhanna Sigurðardóttir verður fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann, sennilega í heiminum, ef hún tekur við forystuhlutverkinu í ríkisstjórn. Kannski er það vegna þess að lítið hefur verið fjallað um einkalíf Jóhönnu opinberlega og hún hefur sjálf markvisst gert lítið úr því á opinberum vettvangi. Jóhanna býr með Jónínu Leósdóttur, blaðamanni, eins og fram kemur á vef Alþingis.

Hverjum hefði órað fyrir því þegar Jón Baldvin niðurlægði Jóhönnu á flokksþingi Alþýðuflokksins árið 1994 að hún ætti eftir að verða forsætisráðherra, þó án þess að verða flokksformaður fyrst. Hún sagði þá að sinn tími myndi koma og það gerist nú heldur. Hvernig ætli Jóni Baldvini lítist á væntanlegan forsætisráðherra Samfylkingarinnar?

Væri ekki verðugt fyrir einhvern sagnfræðinginn að skrifa bók um endalaust hatur þeirra hvort á öðru og markvissar tilraunir beggja til að grafa undan hvoru öðru í vægðarlausu valdastríði á tíunda áratugnum?

mbl.is Minn tími mun koma, sagði Jóhanna 1994
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða máli skiptir kynhneigðin í þessu sambandi, þarf alltaf að draga fólk í dilka eftir litarhætti, trú, kynhneigð, barnafjölda eða öðru sem kemur í rauninni málinu ekkert við? Fólk hlýtur alltaf fyrst og fremst að vera metið að verðleikum fyrir eigið ágæti. Bara gott ef tími Jóhönnu er loksins runninn upp.

Sigrún (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 13:22

2 Smámynd: hilmar  jónsson

WHO CARES ?

hilmar jónsson, 27.1.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæll Stefán til hamingju með væntanlegan forsætisráherra. Ég velti fyrir mér hvort það segir ekki nokkuð um okkur sem þjóð að kynhneigð Jóhönnu skiptir okkur jafn miklu eða litlu máli og kynhneigð Geirs. Jóhanna er og hefur fyrst og fremst verið málsvari ákveðinna málefna og sjónarmiða. Hún heldur því áfram.

Er það ekki merkilegri staðreynd fyrir okkur Íslendinga að við erum að fá okkar fyrsta kvenkyns forsætisráðherra þó að vissulega sé um skamman tíma að ræða.

Kristín Dýrfjörð, 27.1.2009 kl. 13:42

4 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Stjórnmálamenn sem ota ekki einkalífi sínu í kastljós fjölmiðla verðskulda að það fái að vera í friði. Kynhneigð ráðherrans skiptir engu máli. Geir Haarde hefði kannski átt að flagga gagnkynhneigð sinni meira.

Gísli Ásgeirsson, 27.1.2009 kl. 14:06

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Já, það er margt skrítið í henni veröld ? Ég las það í sjálfu Morgunblaðinu, sem aldrei lýgur, að Hörður Torfa væri fyrstur Íslendinga til að bera einkamál sín á torg (þ.e. samkynhneigð).

Brölt þessa samkynhneigða einstaklings á Austurvelli hefur svo leitt til þess, að annar Íslendingur verður fyrsti forsætisráðherra í heiminum, af veikara kyninu reyndar, sem er opinberlega samkynhneigður.

Þessi tíðindi munu vekja ákafan fögnuð bæði í L.A. og á Kanaríeyjum. ¡ Viva los homosexuales !

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 27.1.2009 kl. 14:16

6 identicon

Sammála því að það hefur "merkilega" lítið verið gert með þá "staðreynd" að Jóhanna osfrv.!!!!!

Ég er bara ekki alveg viss um að það hafi verið sannað að hún yrði fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann í heiminum. Kannski yrði hún samt fyrsta samkynhneigða konan sem hefði það embætti .Kannski erfitt mál að sanna það, en vel reynandi ef það myndi bæta mannorð landsins erlendis, auka ferðamannastrauminn og í leiðinni gjaldeyrisforða Seðlabankans. Jón Ásgeir gæti orðið framkvæmdastjóri söludeildar Lesbó Prime sem yrði í eigu ríkisins.Stofna svo fyrst útibú tengt Blue Lagoon, kalla það Lesbo Lagoon og gefa í skyn að forsætisráðherran væri þar tíður gestur. Fyrst þyrfti Jóhanna náttúrulega að verða forsætisráðherra.Svo þyrfti trúlega að fá einhvern læknir til að skrifa upp á Lesbíu vottorð svo hún gæti orðið stjórnarformaður fyrirtækisins og ímynd þess í auglýsingum.

Mér finnst þetta ekki fráleitt. Jón Hannibalsson myndi vera með þessu ef Bryndís fengi stórt aukahlutverk. Sem fyrrverandi fegurðardís,skólastjórafrú,ráðherrafrú,sendiherrafrú og sjónvarpsstjarna ætti hún líka að hafa sambönd sem hægt væri að nýta við markaðsetningu Lesbo Lagoon og annara fyrirtækja sem Lesbo Prime myndi setja á laggirnar.

Þetta er bara hvatning til "brainstorming".

Önnur hugmynd: Hversvegna gefur ríkið ekki út bók með tilvitnunum í ummæli ráðamanna Íslands seinasta árið?  Nokkur dæmi frá gærdeginum; "Ég get ekki greint frá því.", "Ég get bara ekki farið út í það sem okkur fór á milli.","Þetta mál er þess eðlis að það er ekki hægt að segja neitt um þetta". Það mætti gefa þetta út í dagatalaformi, græða stórfé og setja aurinn í útrásarsjóð eða nota hann til að auglýsa "Lesbóland"( formerly known as Iceland!)

?????????????

Agla (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 15:08

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðvitað eru þetta mikil tíðindi. Ég sá að vísir.is fjallaði um þetta á sama klukkutíma og ég skrifaði þessa færslu, að hún yrði fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann. Þetta er bara fréttaefni og ekkert óeðlilegt að skrifa um það. Þetta var ekki skrifað til að gera lítið úr Jóhönnu. Hún á rétt á að lifa sínu lífi og hún getur verið stolt af sínum afrekum, hvar svo sem það er.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.1.2009 kl. 15:43

8 identicon

Hvaða miklu tíðindi ertu að vitna í ?  Hvað hefur gerst?

Auðvitað getur þú skrifað um hvað sem er en hver var tilgangurinn með færslunni? Varstu bara að sjá um að þetta "fréttaefni" næði til sem flestra?

Miðað við ástandið almennt á Íslandi finnst mér ekki bein lífnauðsyn að vita hvernig kynhneigð hinna ýmsu valdamenn okkar birtist.

Ég spyr samt hvort það  skyldi geta verið að Geir sé með hárkollu og hvort annar fótur forseta landsins sé hálfu númeri stærri en hinn?

Hver er annars staða krónunnar eða er það ekki fréttaefni?

Hver var tilgangurinn með færslunni?

Agla (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:41

9 identicon

Stefán! Hvað þú gerir í einkalífinu og svefnherberginu hef ég bara engann áhuga á að vita. Eiginlega bara alls alls engann.
Þegar þjóðin (og ég) er að rúlla á hausinn þá hef ég hvorki áhyggjur af þínu né einkalífi Jóhönnu!
Reyndar hafði ég það heldur ekki meðan "góðærið" ykkar sjálfstæðismanna var í gangi.
Einkalíf er nefnilega einkalíf og þessvegna er það kallað einka-líf.

Séra Jón (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:35

10 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Mér finnst bara allt í lagi, að Stefán bloggi um einkalíf verðandi forsætisráðherra, sem verður andlit þjóðarinnar inná-sem útávið í náinni framtíð.

Þessi staðreynd verður aldeilis auglýsing fyrir Ísland, og það munu flykkjast til

okkar ferðamenn frá fjarlægum löndum. Okkur veitir sannarlega ekki af meiri

tekjum erlendis frá eða hvað ?

Þó að Séra Jón vilji ekki vita, hvernig venjulegt gagnkynhneigt hagar sínu kynlífi, er nokkuð ljóst, að fólk víða um veröld finnst kynlíf mjög áhugavert og Séra Jón minn, við fáum engu breytt í því efni.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 28.1.2009 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband