Umboðsmaður Íslands afþakkar aðstoðarmannslaun

Ég verð að segja það alveg eins og er að ég vonaði að aðstoðarmenn þingmanna myndu lenda í niðruskurðartillögum ríkisstjórnarinnar í fjárlagavinnunni, enda er margt mikilvægara en standa í slíku dútli á þessum örlagatímum þjóðarinnar. Mér finnst þó heiðarlegt og gott þegar einn þeirra, umboðsmaður Íslands sjálfur, Einar Bárðarson, afþakkar launin í yfirvofandi prófkjörsbaráttu og kosningabaráttunni.

Merkilegt annars að Kjartan Ólafsson hafi umboðsmann popparanna sem aðstoðarmann sinn. Á hann aðeins að redda ímyndarmálunum hans? Grunar það, enda margir sem vita ekki hver þingmaðurinn er.

mbl.is Einar af launaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hvernig getur sjallinn haldið því fram að PR-ið hafi ekki virkað þegar umboðsmaður íslands var á fullum launum við að kynna einn lítilmótlegasta ráðherra flokksins?

Er Einar svona ógeðslega lélegur? Eða stóð sjallinn sig svona rosalega illa? Eða hvoru tveggja?

Rúnar Þór Þórarinsson, 28.1.2009 kl. 02:04

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Finnst ekki ótrúlegt að Einar Bárðarson sé að fara að starfa að prófkjörsmálum fyrir þingmann sinn.

Ef svo er þá er sjálfsagt að hann sé ekki á launum hjá hinum opinbera!

Ég hefði einnig viljað sjá það ,,barn" löggjafarvaldsins að leysa þessa aðstoðarmenn frá störfum og þar með launaskrá.

Skyldu þeir vera með 3ja mánaða uppsagnarfrest á launum?

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 28.1.2009 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband