Davíð vildi lækka vextina - stoppað af IMF

Ljóst er nú að IMF stýrir í raun stýrivaxtastigi Seðlabankans og fer með full völd í ljósi samkomulags við þá. Eðlilegt er að yfirstjórn Seðlabankans tilkynni þetta og geri ljóst hver ræður í raun för. Merkilegast af öllu finnst mér að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn telur rétt að halda stýrivaxtastigi háu, t.d. í ljósi stöðunnar í íslenskum stjórnmálum og því sem hefur verið að gerast síðustu dagana. Slíkt gefur til kynna að þeir eru ekki ánægðir með stöðuna, eða vilja sjá til.

Aðstoð IMF er vissulega umdeild. Ljóst er að aðstoðin að utan er dýru verði keypt. Við verðum að sætta okkur við vald þeirra. Fróðlegt verður að sjá hvernig gangi fyrir vinstristjórnina að vinna með þeim, t.d. að hinum mikla niðurskurði á öllum sviðum.

mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Rétt er líka að halda til haga hverjir lögðu ofurháherslu á að fá aðkoma IMF hingað til lands. Jón Baldvin kom af flokksfundi beint í viðtal hjá Silfri Egils og þar var borinn hótun um stjórnarslit ef IMF væri ekki fengin til landsins.

Ég hef gagnrýnt aðkomu IMF frá fyrsta degi og varað við sjóðnum. ESB sinnar eru hinsvegar helstu stuðningsmenn þess að IMF ráði öllu á Íslandi. 

Fannar frá Rifi, 29.1.2009 kl. 14:24

2 Smámynd: Sæmundur Ágúst Óskarsson

Það er einmitt þetta sem menn hafa óttast að við ráðum litlu um peningamálin heldur IMF

Sæmundur Ágúst Óskarsson, 29.1.2009 kl. 14:55

3 identicon

Þú ættir líka að halda því til haga Stefán að Bankarstjórn var einangruð í afstöðu sinni, hagfræðingar Seðlabankans töldu ekki ráðlegt að lækka vexti

http://visir.is/article/20090129/VIDSKIPTI06/867016397

Til að vera alveg heiðarlegur þá tek ég meira mark á hagfræðingum Seðlabankans en Bankastjórn hans eins og málin hafa þróast.

jónas (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 21:52

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jónas. þú telur semsagt að mæld verðbólga á þar sem bílar og innfluttar vörur eru stærsti einstaki þátturinn í, hlutir sem enginn kaupir lengur, sé virkilega að há okkur í dag?

ekki að allir eru að sligast undan vaxtabyrgðinni? 

Fannar frá Rifi, 29.1.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband