Engin ríkisstjórn um helgina - hik á Framsókn

Augljóst er að Framsóknarflokkurinn stjórnar algjörlega för í stjórnarmyndunarviðræðum Jóhönnu Sigurðardóttur - vinstriflokkarnir fylgja á eftir í ferlinu. Þeir hafa nú komið í veg fyrir að ný ríkisstjórn muni taka við um helgina og hugleiða næstu skref. Við blasir að mikið hik er komið á framsóknarmenn um vinstristjórnarkostinn og hvort þeir muni verja slíka stjórn falli. Þeir hafa hafnað málefnasamningi vinstriflokkanna og greinilega sent hann heim til föðurhúsanna, telja hann of almennt orðaðan og ómarkvissan.

Í raun má velta því fyrir sér hvort þessir flokkar nái saman um næstu skref. Boltinn er þó algjörlega hjá Framsókn núna. Þeir svældu Samfylkinguna út úr ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum með gylliboðum um að verja vinstristjórn falli, settu þá svo til verka til að ná saman og hafa svo hafnað afrakstri þeirrar vinnu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur í öllu þessu ferli farið mjög varlega en passað vel upp á öll sín spil og er með eintóm tromp á hendi.

Kjaftasagan er að forseti Íslands muni kalla Sigmund til Bessastaða og inna hann eftir því hver staða viðræðnanna sé. Framsóknarformaðurinn hefur nú örlög vinstriviðræðnanna í hendi sér og ræður hvort og þá hvernig stjórn sé mynduð. Líkur á utanþingsstjórn gætu aukist við þetta.


mbl.is Þríeykið þingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Átti ekki sólrún að fara til bessastaða í hádeginu en það er eitt augljóst hver stjórnar - þetta er ekki traustvekjandi - sjs sagði alveg ljost að þetta myndi klárast í dag en nú ekkert fyrr en eftir helgi - finnur ingólfsson kemur alltaf upp í hugann

Óðinn Þórisson, 30.1.2009 kl. 18:30

2 identicon

Utanþingsstjórn líst mér vel á.  Því færri stjórnmálamenn sem stýra þessu landi því betra.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 19:10

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þetta er nú ekki glæsilegt. Framsókn hvatti til stórkostlegrar lántöku heimilanna eða upp í 80 % og nú tala þeir (sumir þeirra) um að afskrifa ca 40 % af þeim skuldum. Hvað með annað fólk sem hélt sönsum.

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.1.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband