Magnús hættir - mikil endurnýjun hjá Framsókn

Ákvörðun Magnúsar Stefánssonar um að sækjast ekki eftir þingmennsku áfram kemur ekki að óvörum. Ekki virðist mikil eftirspurn eftir því að þingmenn frá Halldórstímanum sitji áfram í þingsætum sínum eða verði í forystusveit flokksins. Búast má við nýrri ásýnd hjá flokknum um allt og væntanlega mun nýtt fólk leiða lista á vegum flokksins í nær öllum kjördæmum. Siv Friðleifsdóttir virðist sú eina sem muni halda áfram. Mikið er pískrað um að Valgerður Sverrisdóttir muni hætta þingmennsku í vor og gefa leiðtogastólinn eftir til Höskuldar eða Birkis Jóns.

Magnús hefur ekki verið einn af þeim sem tekist hafa harkalegast á um völd í Framsóknarflokknum og því er brotthvarf hans merkilegt á þeim forsendum. Hinsvegar er greinilega kallað eftir nýjum tímum í Framsókn og þeir sem hafa verið á sviðinu á árunum þegar flokkurinn hrundi og missti völdin eiga lítinn sem engan séns. Því er augljóst að við sjáum mikið af nýjum frambjóðendum á vegum flokksins og hann muni ferðast með lítið af byrðum fortíðarinnar í kosningabaráttunni.

mbl.is Magnús Stefánsson hættir í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er harðasta alvara hjá Framsókn.Þeir eldri draga sig í hlé. Nýtt ungt og óþreytt fólk  gefur sig fram til verka, endurnýjun, það er ákall grasrótarinnar, og flokkurinn gegnir því fúslega. Flokkurinn fær nýja ásýnd sem fólk kann að meta. Ungt vel menntað fólk býður sig umvörpum fram til starfa á vettvangi flokksins, öfgalaust og framsækið. því ber að fagna. Flokkurinn hefur gert upp fortíðina, viðurkennt mistök, dregið af því lærdóm, og gengur samstíga fram undir forystu Sigmundar Davíðs og nýkjörinnar stjórnar ungs fólks til að skapa það Nýja Ísland sem við öll vonum að bíði okkar í náinni framtíð. Framsóknarmenn og konur þakka Magnúsi Stefánssyni farsæl störf í þágu flokksins. Þar fór starfsamur og vel liðinn stjórnmálamaður, sem vann störf sín án óþarfa hávaða og sýndarþarfar. Kjósendur í Norðvestur-kjördæmi kveðja ljúfan dreng, sem eignaðist ekki óvildarmenn vegna starfa sinna. En það kemur maður í manns stað í vor og kannski fleiri en einn!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband