Bjarna Benediktsson í formannsembættið

Bjarni Benediktsson
Ég hef ákveðið að styðja Bjarna Benediktsson í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir tvo mánuði. Mikilvægt er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að stokka vel upp í forystusveit sinni á þeim tímamótum sem verða í stjórnmálum nú. Ég tel eðlilegast að þeir forystumenn sem leiddu flokkinn á undanförnum mánuðum og í aðdraganda og eftirmála bankahrunsins víki og kosin verði ný forysta sem geti litið fram á veginn án þess að vera of tengd fortíðinni.

Í kjölfar brotthvarfs Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, gefst sjálfstæðismönnum gott tækifæri til að velja fulltrúa annarrar kynslóðar og þeirra sem ekki hafa verið í forystusveit á umbrotatímum til forystu í flokknum. Ég hef verið þeirrar skoðunar um nokkuð skeið að Bjarni sé einn af framtíðarforingjum Sjálfstæðisflokksins og hann sé sterkasti fulltrúi hinna nýju tíma í flokknum.

Nú þegar full þörf er á endurnýjun víða, einkum í pólitíkinni, er mikilvægt að fulltrúar nýrra tíma stígi fram og sækist eftir forystunni. Mikilvægt er að nýta það tækifæri sem flokknum gefst núna, ekki aðeins til að endurnýja forystusveit sína í sem flestum kjördæmum landsins heldur og einnig í flokksforystunni.


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir fleiri eru í framboði tll formanns ?

Ágúst Jónatansson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:10

2 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Stebbi er ekki rétt að sjá hvaða frambjóðendur komi fram áður en lýst er yfir stuðningi?

Eggert Hjelm Herbertsson, 31.1.2009 kl. 20:30

3 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Sjálfsagt og skiljanlegt að Bjarni Ben trekki "Sjálfstæðismenn af gamla skólanum" - - enda stendur hann föstum fótum í nostalgíu-ættarveldis Engeyjarættarinnar - og í lögfræðingahópnum sem tengdur er Viðskiptaráði Íslands.

Óskandi að Bjarna vegni vel: - því með því mun Sjálfstæðisflokkurinn einmitt ekki stíga útúr hinu fallna viðskiptalífi - sem Græðgisvædda öfga-frjálshyggjan tróð yfir okkur.  Þannig mun Sjálfstæðisflokkurinn einmit áfram verða fastur í spillingu og býsna vafasömu siðferði . . .  sem orsakaði hrunið ógurlega . . .  sem er meira en nokkurt þjóðartjón á "friðartímum" . .

Áfram Bjarni Ben

Benedikt Sigurðarson, 31.1.2009 kl. 20:42

4 identicon

Ég ætla að kjósa Bjarna

kristrun (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:44

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Bjarna Ben. í formanninn  og óska ég honum góðs gengis
Þorgerður, hún hefur sagst ætla að vera áfram í forystu Sjálfstæðisflokksins

Persónulega vil ég Hönnu Birnu í varaformanninn

Óðinn Þórisson, 31.1.2009 kl. 20:50

6 Smámynd: Halldór Halldórsson

Best að lýsa því yfir strax, að ég mun ekki kjósa Bjarna sem formann Sjálfstæðsiflokksins á komandi landsfundi.  Hann er alls góðs maklegur, en hann er bara ekki það sem flokkurinn þarf til fremstu forystu nú.  Ég bíð eftir því hvað Þorgerður Katrín ákveður, en ef hún ákveður að bjóða sig fram til formanns þá styð ég hana.  Helst vildi ég sjá þær Þorgerði og Hönnu Birnu í forystusveitinni, en kannski er það of mikið fyrir suma "íhaldskarlpungana"!

Halldór Halldórsson, 31.1.2009 kl. 20:51

7 identicon

klíkumaður fæddur til að verða foringi spilltasta sjórnmálaflokkslandsins-kominn þangað sem hann er vegna ættartengsla.

árni aðals (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 21:51

8 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

"Mikilvægt er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að stokka vel upp í forystusveit sinni á þeim tímamótum sem verða í stjórnmálum nú."

Einmitt, Stefán Friðrik. Hvers vegna ekki að fá enn einn úr Engeyjarættinni. Um leið og Sjálfstæðisflokkurinn lyppast úr stjórn dettur honum í hug að endurnýja hjá sér og innleiða ný stefnumál. Það er greinilegt að mörgum þeirra er skítsama um annað en að fá atkvæði til að komast inn á þing.

Kristján Hrannar Pálsson, 31.1.2009 kl. 21:56

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Gott að heyra í öðrum um þetta. Ég hef ákveðið að styðja Bjarna, því ég tel hann hæfastan til verka af þeim sem standa utan við forystusveitina á þessari stundu. Ég hef áður sagt hér á þessum vettvangi að ég muni ekki styðja þá sem hafa verið þar. Það þarf að fara út fyrir ráðherrahópinn sem hefur verið af hálfu flokksins. Mín afstaða er alveg ljós.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.1.2009 kl. 22:27

10 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

ég lítur út eins og að hann hafi gert eitthvað af sér, þannig að hann ætti að passa fínt sem andlit spillingar á íslandi.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 31.1.2009 kl. 22:38

11 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

það er nú dálítið gott á mig að hafa skrifað óvart "ég lítur " í staðinn fyrir "hann lítur", svoan hefnist manni fyrir að reyna að koma frá sér fimmaurabröndurum.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 31.1.2009 kl. 22:46

12 Smámynd: Páll Jóhannesson

að hefnast fyrir fimmaurabrandara ....  enn vandræðalegra að hafa svo stafsetningarvillu í leiðréttingunni 

Páll Jóhannesson, 31.1.2009 kl. 23:31

13 identicon

Ég get tekið undir með Stefáni, ............þar sem hann telur Bjarna hæfastan af þeim sem standa utan við forystusveitina.

  Um verk Bjarna veit ég hins vegar ákaflega lítið, "enda hann nánast byrjandi í þessu fagi" en mér finnst þessi "drengur" koma vel fyrir og margt gott sem hann segir. 

Hvað varðar ættartengsl-og veldi, þá gef ég nú lítið fyrir þannig orð, sú umræða nálgast stundum "skítkast" andstæðingsins.  Menn verða að fá að vera þeir sjálfir og metnir út frá verkum sínum en ekki ættum.

Mín tilfinning er sú að Bjarni sé ekki sáttur við forystu "Flokksins" og ekki í þeirri "afneitun" sem margur á því "heimili" er, en kannski hef ég rangt fyrir mér og þá verður bara svo að vera.

 Farnist honum vel.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 00:31

14 identicon

Vil birta hér skrif sem ég hef skrifað áður :

,,

Ef sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér eitthvað hjá þessari þjóð, þá kýs sjálfstæðisflokkurinn ekki Bjarna Benediktsson sem formann !

Bjarni Benediktsson er búinn að vera stjórnarformaður einokunarkeðjunar ,,N 1? í nokkur ár !

N 1 er ekkert betri verslunaraðili en Hagar hjá Jóni Ásgeir, þetta er einokunar aðili í bílavörum !

Ef sjálfstæðismenn vilja kjósa sér einokunar aðila, þá kjósa þeir Bjarna Benediktsson sem formann !

Þá verður formaður sjálfstæðisflokksins auðvelt skot mark !"

JR (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 03:16

15 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Stefán, hefur þú engar áhyggjur af tengslum Bjarna inn í hið spillta viðskiptanet sem viðgengist hefur undanfarin misseri í skjóli ykkar sjálfstæðismanna. Ég er ansi hræddur um að orð Benedikts hér ofar komi beint að kjarna málsins.

Gísli Sigurðsson, 1.2.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband