Klækjabrögð og lélegt PR hjá Samfylkingunni

Ég er ekki hissa á að framsóknarmönnum hafi ofboðið klækjabrögðin og lélega PR-stöntið hjá Samfylkingunni síðustu dagana. Samfylkingarforystan gekk of langt og fór fram úr sjálfri sér, töldu að Framsókn myndi verða auðveld og voru farnir að undirbúa fjölmiðlashow áður en gengið hafði verið frá stjórnarmynduninni. Svona fer þegar menn gleyma sér í að sleikja upp kastljós fjölmiðlanna frekar en taka þátt í alvöru pólitík.

Hver átti hugmyndina að því að kynna nýju stjórnina við styttu Jóns Sigurðssonar? Sá hinn sami hlýtur að hafa labbað á hurð eða vegg einhversstaðar. Þvílíkt rugl.

mbl.is Samfylking beitti klækjabrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Klækjastjórnmálin kominn aftur?

átti þetta ekki að vera svipað og þegar nýji R-listinn var kynntur af Tjarnarkvartettnum? 

Ætli það sé Dagur B. sem sé sá sem skipuleggur allt saman hjá Samfylkingunni á bak við tjöldinn? því við verðum að spyrja okkur. hvað er óbreyttur sveitarstjórnarmaður að gera á þingflokksfundum í Alþingi? engin önnur skýring er trúanleg önnur en sú að hann er krónprinsinn sem Ingibjörg er að koma í hennar stól ef hún hættir. 

Fannar frá Rifi, 31.1.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er afar sérkennilegt hvernig Samfylkingin ráðgerði að halda SIRKUS ZOO á Austurvelli, í tilefni nýrrar stjórnar. Mjög trúlegt er að Dagurinn hafi verið þarna með fingurinn, eins og Fannar getur sér til.

Framsóknarmenn eiga lof skilið fyrir að láta ekki fáránlingana í Samfylkingunni vaða yfir sig á skítugum skónum. Það kæmi mér ekki á óvart þótt þessar viðræður trosnuðu eins og fúinn bandspotti.

Í þessari stöðu ætti Sjálfstæðisflokkurinn, að heita stuðningi við stjórn VG og Framsóknar. Það versta sem getur skeð er að holdgerfingur spillingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherra.

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.1.2009 kl. 17:35

3 Smámynd: Hörður Einarsson

Týpískt fyrir "samsullið" ekki von á öðru úr herbúðum þeirra.

Hörður Einarsson, 31.1.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband