Snörp og ódýr 83 daga kosningabarátta

Ný ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem tekur við völdum á morgun, mun aðeins hafa 83 daga til að láta verkin, óvinsæl verk væntanlega í ljósi efnahagsástandsins, tala. Allt tal um velferðarstjórn hljómar hjákátlegt. Í ljósi þess að kjördagur er eftir innan við þrjá mánuði er ljóst að kosningabaráttan verður snörp en væntanlega ekki síður ódýr. Varla verður stemmning fyrir rándýrum glamúr og glansspjöldum af frambjóðendum að þessu sinni, því verður yfirbragðið öðruvísi en í kosningunum fyrir tæpum tveimur árum.

Stemmningin í samfélaginu er líka önnur og baráttan mun styttri. Fróðlegt verður að sjá hvort stutt kosningabarátta komi sér vel eða illa. Síðustu tvo áratugina hið minnsta hefur kosningabaráttan staðið í hálft ár eða meira. Um leið og haustþing tekur til starfa í október hefur baráttan hafist og staðið fram til kjördags í apríl eða maí. Í fyrsta skipti frá árinu 1979 er kosið í pólitískri óvissu og með minnihlutastjórn, með mjög takmarkað umboð, vinstrimanna við völd. Stemmningin mun því verða sennilega svipuð og þá.

Ný framboð fá ekki mikið svigrúm til að koma fram. Mikil vinna fylgir framboði á landsvísu og má ekkert út af bregða í þeim efnum, einkum í ljósi þess að framboð verða að ná 5% atkvæða á landsvísu til að geta hlotið jöfnunarsæti á þingi. Aðeins kjördæmakosning getur ella tryggt þeim þingsæti - slíkt er mikill þröskuldur fyrir nýtt framboð sem hefur takmarkaðan tíma til að undirbúa sig.

Mun betra hefði verið að kjósa í haust. Þá hefðu flokkarnir fengið lengri tíma til að undirbúa sig og ný framboð til að hugleiða sín mál. En það er tómt mál um að tala og verður að halda í verkefnið sem blasir við. Nú verður öll þessi vinna unnin í kapphlaupi við tímann. Nú reynir á hverjir af hinum hefðbundnu fimm þingflokkum, sem hafa verið þar frá árinu 1999, séu lýðræðislegastir í vali sínu.

Auðvitað væri eðlilegast að prófkjör væri um allt land hjá öllum flokkunum svo flokksmenn geti metið þá og þeirra störf. Hjá Sjálfstæðisflokknum stefnir t.d. í prófkjör um allt land og mikilvæga uppstokkun, flokksmenn verða að geta metið þá sem fyrir eru og nýliða sem hafa áhuga á framboði og koma nýjir til verka.

Held að þetta verði áhugaverð kosningabarátta og lífleg, þó styttri verði hún og ódýrari. Kannski mun hún þá betur snúast um hinn sanna kjarna stjórnmála, málefnin, heldur en glys og glamúr.


mbl.is Ný stjórn hefur 83 daga til stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er eitt það fyndnasta sem ég hef lesið í langann tíma http://www.xd.is/?action=stefnumal&id=576 mér þætti gaman ef Sjálfstæðisflokkurinn leyfði þessu að standa áfram á síðunni í gegnum kosningabaráttuna sem er framundan.

Hér er smá sýnishorn:

Traustur grunnur hefur verið lagður. Efnahagslífið hefur aldrei verið öflugra. Skattar hafa verið lækkaðir, staða ríkisfjármála er sterkari en nokkru sinni og velferðarkerfið hefur verið styrkt í sessi.

Jón H. Þórisson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 00:42

2 identicon

Stefán !

Núna er það þannig að þið sjálfstæðismenn berið ábyrgð á því ástandi sem þetta þjóðfélag er komið í !

Væri ekki best fyrir sjálfstæðisflokkinn að ,,pakka saman" og sitja heima og hugleiða ?

Þið hafið ekkert að gera í neinar kosningar í dag !

Allar samþykktir sjálfstæðisflokksins eru bar orð , með engar merkingar !

Þið ættuð að gefa þjóðinni frí , og hjálpa Davíð Oddssyni heim !

JR (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 03:26

3 identicon

Ég hef nú ekki mikla trú á þessum kosningum... Vinstri grænir eru bara að reyna að leysa út tímabundinn gróða með þessu. Við þurfum að bíða að minnsta kosti fram á haust til þess að sjá ný framboð koma fram.

Kjartan Ólason (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 06:27

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég held að það viti það allir að þetta er allt of stuttur tími fyrir ný alvöru framboð að koma fram.

Hafði gaman af því að heyra það að Sóley Tómasdóttir ofurfemínisti og vg-kona hefði stoppað framboð Neyðarstjórnar kvenna -  enda hefði það framboð fyrst og fresmst tekið atkvæði frá vg

Óðinn Þórisson, 1.2.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband