Glæsilegur árangur hjá Heru Björk

Ég vil óska Heru Björk innilega til hamingju með glæsilegan árangur í dönsku Eurovision. Annað sætið er mjög fínt, þó vissulega hefði verið skemmtilegra ef hún hefði unnið keppnina og við átt tvö íslensk lið í keppninni þetta árið. Hera Björk söng lagið mjög vel og átti flotta sviðsframmistöðu og getur verið stolt af sínu.

Ekki er það á hverjum degi sem íslenskur söngvari kemst næstum því í Eurovision fyrir aðra þjóð en Ísland. Ætli Eiríkur Hauksson sé ekki sá eini sem hefur náð þeim árangri að syngja fyrir Ísland og aðra þjóð til í aðalkeppninni.

Þetta er útrás sem við getum sannarlega verið stolt af.


mbl.is Hera Björk í 2. sæti í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Reyndar söng (hálf) íslendingurinn Tómas Þórðarson fyrir Dani í Riga 2004, og Óskar Páll Sveinsson (sem átti tvö lög í íslensku undankeppninni þetta árið) átti þátt í norska sigrinum í Dublin 1995.  Það má finna lagið hans Tómasar á YouTube vefnum, það heitir "Shame on You".

Sigríður Jósefsdóttir, 1.2.2009 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband