Ásdísi Höllu í þingframboð

Ég vil skora á Ásdísi Höllu Bragadóttur að gefa kost á sér á framboðslista af hálfu Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum eftir tæpa þrjá mánuði. Full þörf er á því að ungt og öflugt fólk gefi nú kost á sér og Ásdís Halla er ein þeirra sem ég hef lengi viljað sjá á þingi og í forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Brotthvarf hennar úr stjórnmálum fyrir fjórum árum vakti mikla athygli, enda höfðu margir flokksmenn séð hana fyrir sér í forystusveitinni og viljað að hún héldi áfram virkri pólitískri þátttöku.

Á þeim fimm árum sem Ásdís Halla Bragadóttir var bæjarstjóri í Garðabæ styrktist sveitarfélagið og náði forystu á mörgum sviðum. Sérstaklega vakti þar athygli stefnan í skóla- og menntamálum. Með verkum sínum í Garðabænum horfði Ásdís Halla til framtíðar fór nýjar og markvissar leiðir og starfaði sérstaklega eftir skoðunum og áherslum sem hafa verið í fararbroddi í starfi SUS.

Ég hef dáðst af Ásdísi Höllu frá því að hún varð formaður SUS, fyrst kvenna, og viljað veg hennar sem mestan í pólitík. Því fagna ég því mjög ef hún fer aftur í pólitísk störf og sækist eftir því að taka taka virkan þátt aftur. Hvet hana eindregið til þess.

mbl.is Ásdís Halla metur stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu Stefán Friðrik/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.2.2009 kl. 21:11

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Tek undir þessa áskorun. Margrét Pála hælir Ásdísi Höllu í bók sinni "Ég skal verða gríla"

Ragnar Gunnlaugsson, 2.2.2009 kl. 21:57

3 identicon

Guð minn almáttugur !

Hefur ekki fólk verið að tala um að fá nýja aðila inn á alþingi? Með hrein borð?

Skoðið fortíð Höllu meðan hún var bæjarstjóri í Garðabæ kom hún í veg fyrir að Bauhause fengi að byggja yfir sína byggingarvöruverslun þar ,skildi þó ekki hafa verið vegna þess að Biko var ný búið að byggja þar.

Hver var svo ráðin forstjóri Byko sú sama Halla.

Valda blokirnar hygla sínum. Nei við þurfum ekki svona fólk á alþingi erum buin að fá nóg af spillingarliðinu og Halla er ekki undanskilin.

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband