Sturlu bolað burt - lyddurnar í Framsókn

Jæja, þá hefur Sturlu Böðvarssyni verið bolað af forsetastóli Alþingis með vantrausti á störf hans. Mér finnst það frekar ömurlegt að horfa upp á hversu ódýr Framsóknarflokkurinn er með því að standa að því að fella Sturlu. Framsókn sýnir lydduskap sitt með því að standa að þessu verki án þess að hafa tekið að sér setu í ríkisstjórn og vilji ekki bera ábyrgð á stjórn landsins á nokkurn hátt. Allt þetta gerir Framsókn án þess að fá taka á sig ábyrgð. Þeir ætla bara að njóta góðs af óhæfuverkum vinstristjórnarinnar. Þeir taka þau þó verk öll á sig og verða minntir á afstöðu sína.

Í stað Sturlu er settur lítt reyndur þingmaður, með innan við tveggja ára þingreynslu. Ekki hefur verið hefð fyrir því að í þingforsetastólnum sé maður eða kona með svo litla þingreynslu. Þó Guðbjartur Hannesson sé hinn mætasti maður og ég óski honum góðs í störfum sínum vorkenni ég honum að taka við þessu embætti við þessar aðstæður og þegar slík lágkúra vofir yfir öllum verkum þingsins í skjóli lydduskapar Framsóknar, sem fellir Sturlu af stóli en vill ekki taka neina ábyrgð á verkunum á sig, ætlar bara að reyna að fleyta sér áfram á því.

Með verkum dagsins hefur Framsókn fest sig í sessi sem hækja vinstriflokkanna og er ekki í öfundsverðri stöðu að fella reyndan og traustan mann úr forsetastóli, þegar mjög stutt er til alþingiskosninga. Ekki er hægt annað en hafa skömm á þessum vinnubrögðum Framsóknar.


mbl.is Guðbjartur kjörinn þingforseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig mögulega getur spilltur maður talist traustur?

Og ef þetta væri öfugt, sjálfstæðismenn væru að fá þingforseta og langreyndur forseti samfylkingarinnar yrði fórnað. Hvað myndirðu segja þá? Býst við að við munum aldrei fá að vita það.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 15:05

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er náttúrulega full ástæða til að skjóta bíl og bílstjóra á kostnað skattgreiðenda undir Sturlu sem þakklætisvott fyrir Héðinsfjarðargöng.

Sigurður Ingi Jónsson, 4.2.2009 kl. 15:06

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ef íhaldið væri að taka við, getur þú þá svarið að það myndi ekki gera það sama?

Mig minnir nú að skipt hafi verið um forseta borgarstjórnar þegar 100 daga meirihlutinn fór frá

Gestur Guðjónsson, 4.2.2009 kl. 15:15

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér finnst út í hött að skipta um forseta við þessar aðstæður þegar kjördagur hefur verið dagsettur eftir nokkrar vikur og sérstaklega þegar lítt reyndur maður er settur í staðinn, með fullri virðingu annars fyrir honum, því ég veit að Gutti er vænsti maður. Þetta snýst ekki um hann. Ég myndi sennilega varla orða þetta svona ef þetta væri mitt tímabil og kosningar ekki verið tímasettar, heldur færu fram á venjulegum tíma.

Hvað varðar borgina var þar skipt um allt, enda engar kosningar nærri. Nýr meirihluti tók við fyrir mitt tímabil og þar er ekki hægt að rjúfa borgarstjórnina og flýta kosningum. Þær eru fastsettar á fjögurra ára fresti. Nú erum við að tala um þing sem hefur allt að því verið rofið, enda tímasettar kosningar fyrir mitt tímabil og augljóst að þingið er á heimleið eftir skamman tíma.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.2.2009 kl. 15:19

5 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Stebbi mér finnst þessi málflutningur til skammar. HVENÆR hefur Forseti Alþingis verið í stjórnarandstöðu?

Og að það sé talað eins og Gutti sé einhver óreyndur krakki. Ég þekki hann vel persónulega og þar er á ferðinni mjög vandaður maður, óumdeildur, og hann mun leysa þetta verkefni vel af hendi.

Ég þoli ekki svona málflutning - Sjálfstæðisflokkurinn myndi örugglega ekki hafa Forseta Alþingis í hópi stjórnarandstæðinga -sérstaklega ef um minnihlutastjórn væri að ræða.

Svona umræða og málflutningur gjaldfellir stjórnmálin.

Eggert Hjelm Herbertsson, 4.2.2009 kl. 15:23

6 identicon

Það er í raun ekkert óeðlilegt að ríkisstjórn vilji hafa þingforseta úr sömu herbúðum. Þingforseti stýrir þingstörfum og sú staða gæti komið upp að þingforseti sem tilheyrir minnihluta vinni á móti ríkisstjórn varðandi dagskrá þings.

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 15:27

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er fordæmalaust í seinni tíð að svona sé staðið að forsetaskiptum á Alþingi. Venjulegast er það gert á fyrsta þingfundi eftir kosningar eða á haustþinginu. Þeir sem vilja nefna dæmi eiga þá að segja okkur hvenær þetta var gert síðast með nákvæmlega þessum hætti. Væntanlega var það þegar Þorvaldur Garðar Kristjánsson missti þingforsetastólinn árið 1988 og Guðrúnu Helgadóttur var teflt fram í staðinn. Þá var þingmanni Sjálfstæðisflokksins ýtt út fyrir þingmann Alþýðubandalagsins. Þá var hinsvegar ekki kosningum flýtt og hún sat í þrjú ár. Varla er hægt að gagnrýna forsetaskipti við þannig aðstæður.

Sjálfstæðisflokkurinn samdi þingforsetann af sér í samningum við Samfylkinguna. Samfylkingin átti að fá stólinn í haust samkvæmt samningi milli Geirs og Ingibjargar. Jóhönnu Sigurðardóttur átti þá að senda úr ríkisstjórn og láta hana enda ferilinn þar. Kjaftasagan var þó sú undir lokin að ekki gæti Samfylkingin fórnað Jóhönnu, enda of vinsæl fyrir að fara úr stjórninni. Því var talað um að hætt yrði við skiptinguna og Samfylkingin fengi eitthvað annað í sinn hlut, auk þess sem þeir áttu að fá fjármálaráðuneytið.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.2.2009 kl. 15:35

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auk þess vil ég að þeir sem hér skrifi bendi á hvenær það gerðist síðast að minnihlutastjórn með óljósum stuðningi og daðri við einn flokk án beinnar þátttöku hans að ríkisstjórn stóð að forsetaskiptum með þessum hætti. Þetta verður enn vandræðalegra í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur færri þingmenn en stjórnarandstaðan.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.2.2009 kl. 15:42

9 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ekki man ég eftir slíkri minnihlutastjórn, hvað þá vona flokkadaðri eins og þú nefnir, en ég man vel eftir nokkrum ríkisstjórnum sem farið hafa með öll völd í landinu í tapa tvo áratugi og skilað svo hroðalega gjaldþrota búi að ég man ekki eftir öðru eins. En þú?

Sigurður Ingi Jónsson, 4.2.2009 kl. 16:09

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sigurður Ingi er alltaf góður í útúrsnúningunum. Nauðsynlegt að svona menn séu ennþá til einhversstaðar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.2.2009 kl. 16:12

11 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Stebbi, þú verður líka að átta þig á að Gutti fær 35 atkvæði (Samfylkingin er með 18 þingmenn) og Sturla 25 (Sjálfsstæðisflokkurinn er með 25 þingmenn).

Það er bara bull að vera að ræða þetta á þessum nótum. Hæfur maður að taka að sér verðugt verkefni. Punktur og basta.

Eggert Hjelm Herbertsson, 4.2.2009 kl. 16:41

12 identicon

Stebbi, það er náttla ekki hægt að láta svona. Ekkert óeðlilegt að forseti Alþingis komi úr röðum ríkisstjórnarflokkanna. Það vill svo til að þetta embætti er aðeins meira en upp á punt. Flokkarnir vilja ekki eiga undir Sjálfstæðisþingmanni. Einnig ekkert óeðlilegt við að Framsóknarflokkur styðji þessar aðgerðir.

Ef það hefðu verið þið, Sjallarar, þá hefðuð þið ekkert farið öðruvísi að.

Góðar stundir

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband