Vel orðað hjá Geir

Ég er algjörlega sammála Geir H. Haarde, formanni Sjálfstæðisflokksins, um að væntanlegt forsetakjör í þinginu, þegar örfáar vikur eru til alþingiskosninga, er stórundarlegt og í raun ekkert nema valdagræðgi. Held að fullt traust ætti að geta verið milli flokkanna um vinnuna í þinginu næstu vikurnar, enda mikilvægt að ná samstöðu um flest mál.

Sturla Böðvarsson er vissulega flokksbundinn fulltrúi á Alþingi, en hann hlaut traust kjör til verka og hefur sitt umboð frá flokkunum á þingi. Því tel ég undarlegt að hann skuli ekki fá að leiða starfið áfram. Þetta lítur út eins og valdagræðgi af verstu sort.

mbl.is Takmarkalaus valdagræðgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það fer alltaf kjánahrollur um mig að heyra sjálfstæðismenn tala um valdagræðgi.

árni aðals (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 13:45

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Fyndið, ég sá þetta í allt öðru ljósi.

Einlægt skilningsleysi Geirs Haarde

Sigurður Ingi Jónsson, 4.2.2009 kl. 13:57

3 identicon

Það er makalaust hvað þið lepjið allt upp eftir forystumönnum flokksins ,þú hefur greinilega misst af valdagræðgi Sjálfstæðismanna í þeirra stjórnartíð, heitir kannski bara eitthvað annað þegar þeir eiga i hlut.

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:02

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þeir skirrast ekki við að ganga á ríkjandi hefðir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2009 kl. 14:06

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það er nú ansi mikið um valdagræðgina í þessu landi finnst mér og erfitt að fá fólk til að sleppa ef það hefur náð einhverju.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.2.2009 kl. 14:27

6 identicon

Sammála það hlítur að vera valdagræðgi að vilja halda völdum framm í rauðan dauðann

Tryggvi (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband