Jóhannes í Bónus segist búinn að missa Baug

Merkilegt var að sjá viðtal Björns Inga Hrafnssonar við Jóhannes Jónsson í Bónus á Stöð 2, en þar afskrifaði hann Baug og sagði hann úr höndum fjölskyldunnar. Vissulega eru þetta mikil tíðindi og greinilegt að Jóhannes var í miklu sjokki yfir örlögum útrásarinnar og fjölskylduveldisins mikla. Fátt stendur þar nú eftir og beðið endalokanna.

Viðurkenning Jóhannesar á endalokunum er táknrænn lokapunktur á þann harmleik sem staðið hefur síðustu vikurnar, þar sem Baugur missti endanlega tiltrú þjóðarinnar eftir að hafa keypt hann með pr-ráðgjöf og snilldaruppsetningu á nýjum veruleika.

Endalok viðskiptaveldisins markar þáttaskil í þjóðlífinu. Á síðustu árum hafa fylkingar verið með þeim sem fylgja viðskiptajöfri og hata hann. Þetta heyrir nú sögunni til. Vonandi fáum við heiðarlegra og mannúðlegra samfélag við fall þessara blokka.

mbl.is Landsbankinn gengur að veðum Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður fann til með Jóhannesi,þetta er ekki góð staða,þekki kall að góðu einu og vona að þetta komi þeim ekki um koll hérlendis/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.2.2009 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband