Gott að losna við Elínu - efinn um Ásmund

Ég fagna því að dagar Elínar Sigfúsdóttur á bankastjórastóli Landsbankans eru að líða undir lok. Mikilvægt er að til forystu í bönkunum öllum verði valdir aðilar sem eru alls ótengdir fortíðinni þar, fyrir bankahrunið og hafi trúverðugleika í verkum. Mörg verk í Landsbankanum á síðustu mánuðum eru umdeild og eðlilegt að stokka upp. Ekki mun skapast friður um ríkisbankana fyrr en þeir sem tilheyrðu fyrri eigendum og unnu þar í umboði þeirra hafa vikið og óháðir aðilar hafa tekið við forystunni.

Ásmundur Stefánsson er þó fjarri því óumdeildur því miður, en vonandi getur skapast sátt í samfélaginu um verk hans þar. Eftir að Ásmundur hætti sem forseti ASÍ árið 1992 varð hann millistjórnandi í Íslandsbanka, forvera Glitnis, þar til hann varð ríkissáttasemjari. Þó Ásmundur sé að mörgu leyti vandaður og traustur maður er hann hluti af umdeildum verkum þar á síðustu vikum sem mikið hafa verið um rætt og var þar á vaktinni meðan Tryggvi Jónsson sinnti sínum störfum, of lengi.

En vonandi verður hægt að byggja trúverðugleika hinna föllnu upp á ný - enginn vafi má vera þar um. Landsmenn allir verða að trúa því að þar sé unnið af ábyrgð.


mbl.is Ásmundur bankastjóri um tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Miðað við það hve vel þú þekkir til starfa Elínar hjá Landsbankanum, þá er skiljanlegt að þú skulir haga orðum þínum með þeim hætti sem þú gerir. Að minnsta kosti gef ég mér það að þú farir ekki að dæma fyrr en öll kurl eru komin til grafar.  Annað væri ekki góðum Sjálfstæðismanni sæmandi

Flosi Kristjánsson, 5.2.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband