Glæsilegur sigur hjá Vöku

Ég má til með að óska hinu góða fólki í forystu Vöku til hamingju með glæsilegan sigur í háskólakosningunum. Sigur Vöku er mjög merkilegur einkum á þessum tímum þegar vinstristjórn tekur við völdum í landinu og þegar allt talið um vinstrisveiflu í samfélaginu hefur glumið í eyrunum á okkur síðustu vikurnar. Þetta er táknrænn og glæsilegur sigur. Innilegar hamingjuóskir til Vökuliða allra!

mbl.is Vaka sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Flestir nemendur hlæja að þessum kosningum.

Mér skilst að þeir sem helst sýna þeim áhuga séu hægrisinnaðir pabbanördar.

hilmar jónsson, 6.2.2009 kl. 12:55

2 identicon

Frábært Hilmar. Og þú ert að segja hvað?

Ég er allaveganna ekki hægrisinnaður og ekki pabbanörd, kannski nörd en eru það ekki allir inn við beinið á einhverjum sviðum?

Og ég mun berjast fyrir hagsmunum stúdenta á þann hátt að það mun skila árangri, annað en verið hefur síðastliðið árið. Fyrir hönd Vöku og stúdentaráðs!

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband