Óeðlileg harka eða skynsamleg vörn lögreglunnar

Ég held að mikil oftúlkun sé að lögreglan hafi ætlað að beita óeðlilegri hörku gegn mótmælendum. Lögreglan sýndi mótmælendum mikið svigrúm allt þar til ráðist var gegn þinghúsinu og þegar reynt var að drepa lögreglumenn við Stjórnarráðið. Ekki er hægt að túlka grjótkastið gegn lögreglu síðla janúar annað en manndrápstilraun. Kannski hefur sú atburðarás aukið áhuga lögreglu að svara fyrir sig en greinilegt er að Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, hefur þá staðið í vegi fyrir því. Túlkun Haraldar Johannessen gefur reyndar til kynna að þessar sögusagnir séu þvættingur.

Að undanförnu hefur mér fundist virðing fyrir lögreglunni minnka til muna. Aðförin að henni í mótmælunum í janúar var lágkúruleg og engum til sóma, enda var augljóst að samhugur með lögreglunni jókst í kjölfarið. Þeir sem þar starfa eru aðeins að sinna sinni vinnu og hafa ekkert af sér gert til að verðskulda slíka lágkúru. Ég vona að flestir sjái að lögreglan vinnur fyrir okkur öll og á að njóta virðingar landsmanna.

mbl.is Vildi ekki beita meiri hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Lögreglan sýndi mótmælendum mikið svigrúm allt þar til ráðist var gegn þinghúsinu og þegar reynt var að drepa lögreglumenn við Stjórnarráðið. Ekki er hægt að túlka grjótkastið gegn lögreglu síðla janúar annað en manndrápstilraun. Kannski hefur sú atburðarás aukið áhuga lögreglu að svara fyrir sig

 Fyrstalagi. Ekki var ráðist gegn þinghúsinu þó svo fólkhafi staðið allt þar um kring og barið húsið að utan og viðhaft mikinn hávaða sem ógnaði engu nema starfsfriði. Enginn gerði tilraun til inngöngu mér vitanlega. Almennri lögreglu tókst vel til að verja húsið. Allt fór úr böndunum við komu óeirðalögreglu.

Öðru lagi. Sú harka sem leiddi til hins hörmulega (og fordæmanlega) atburðar þegar grjóti var kastað í lögreglu var stigmögnun sem átti sér stað vegna hörku óeirða lögreglu. Harka lögreglu kom ekki eftir á þvert á móti þvarr hún. Eftir þann atburð gengu menn á milli og höfðu reynt að stilla til friðar fyrr. Lögregla hefur sjálf sagt frá að hér hafi hópur vitleysinga og góðkunningja nýtt sér kaosið og ráðist gegn lögreglu. Svo hef ég einnig heimildir fyrir. 

Hvergi er minnst á þá sem lögreglan skaðaði viljandi eða óviljandi. Slíkt er dæmi um lélega sjálfsgagnrýni.

Kristján Logason, 6.2.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Mér þykir ríkislögreglustjóri vera með skrýtnar útskýringar.

Samkvæmt fréttum á RÚV í kvöld þá var það Björn Bjarna sem var andvígur því að fá þessa bíla til landsins eftir að lögreglustjóri hafi spurst fyrir um hvort óska egi eftir þessum tækjum að láni frá dönsku lögreglunni.

Segið svo að BB hafi verið alslæmur.....

Ólafur Björn Ólafsson, 6.2.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband