Jóhanna treystir ekki bankaráðinu og Ásmundi

Ég túlka ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um bankastjóraráðningu Ásmundar Stefánssonar í Landsbankanum sem vantraust á hann og bankaráðið sem hann stýrði á síðustu mánuðum. Því er svolítið sérstakt að hún hafi ekki beitt sér fyrir auglýsingum á bankastjórum áður en til þessa útspils með Ásmund kom. Er þetta ekki forsætisráðherra þjóðarinnar og er ekki Ásmundur í bankaráðinu á kvóta Samfylkingarinnar? Er samskiptaleysið algjört á milli aðila? Var allt talið um auglýsingar á bankastjórum einn leikaraskapur?

Jóhanna verður reyndar að gera sér grein fyrir því að hún ber fulla ábyrgð eftir setu í síðustu ríkisstjórn á bankahruninu og ekki heyrðist mikið um varnaðarorð frá henni, eins og Kjartan Gunnarsson, lögfræðingur, bendir á í góðri grein í Mogganum í dag. Eigi allir sem voru á vaktinni í haust að fara hlýtur forsætisráðherrann Jóhanna að víkja af vettvangi. Ekki er bæði hægt að gagnrýna þá sem voru á vaktinni og lofsyngja þá um leið. Sama gildir um alla.

Ég velti fyrir mér hvort Jóhanna sé eingöngu að reyna að slá vinsældakeilur með tali sínu eða hvort það sé ekta. Sé það í raun ekta ætti að vera búið að grípa fram fyrir hendurnar á þeim sem ráða för í Landsbankanum. Vantraustið virðist allavega algjört á milli Stjórnarráðs og Landsbanka.

mbl.is Óánægð með Landsbankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ég held að þetta sé röng túlkun hjá þér Stefán.

Mér er nær að telja að Jóhanna vilji ekki svona sjálfstæðisvinnubrögð við stöðuveitingar.

Sigurður Ingi Jónsson, 6.2.2009 kl. 19:05

2 identicon

Ég tek undir það að Jóhanna er ekki síður ábyrg en Davíð og aðrir forystumenn síðari ára.  Mér finnst fáránlegt hvað menn virðast endalaust geta velt sér uppúr "fortíðinni".  Ef menn ætla að reyna að bæta "framtíð" þessa lands þá ættu þeir að snúa sér að því að nýta "núið betur" og takast á við hin raunverulegu vandamál landsins, í stað þess að sóa orku í tómt rifrildi um allt og ekki neitt.  Það verður sagan sem segir "sannleikann um kreppuna" og þar til sá tími kemur úr "framtíðinni  inní  núið" er kannski betra fyrir suma að spara "stóru orðin" ella er ekki víst að "sagan" fari fögrum orðum um "þá sjálfa".

En svona að lokum Stefán, þá óska ég þér til hamingju með toppsætið á  vinsældarlista ploggsins, þú ert aftur og aftur númer eitt.  Ég er nú rétt á byrjunarreit í þessum bloggheimi (örfáar vikur) og tók fyrst í dag eftir þeim lista.         bestu kveðjur. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 00:10

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég veit dæmi þess, að sumir vinstri menn hafi orðið blindir á vinstra auga. Þetta er þá í fyrsta sinn, sem grunur leikur á, að eðalkrati verði sleginn vinstri blindu ?

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 7.2.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband