Stöð 2 leggur niður Kompás en vill halda nafninu

Ein vitlausasta ákvörðun Stöðvar 2 á undanförnum árum var að hætta með fréttaskýringaþáttinn Kompás, sem hafði verið einn besti þáttur í íslensku sjónvarpi, vel unninn og öflugur. Metnaðurinn þar er þó ekki meiri en svo að haldið er frekar í þátt Sveppa og Audda og Idolið en fréttaskýringaþáttinn. Furðuleg forgangsröðun. Ein pælingin er svo að stjórnendur þáttarins hafi verið komnir of nálægt eigendum Stöðvarinnar í efnistökum og umfjöllun og þátturinn því látinn gossa.

Furðulegast af öllu er svo að Stöð 2 ætli að ríghalda í nafn fréttaskýringaþáttar sem þeir hafa slegið af og sett upp í hillu. Hver er tilgangurinn. Hafa yfirmennirnir ekki tekið nafnið út með því að slá af þáttinn og í raun gert út af við hann með því að taka hann af dagskrá. Ég held það og finnst þetta mjög undarlegt í alla staði.

Ástæðan fyrir því að leggja niður þáttinn er reyndar mjög hæpin og undarleg og þegar Kastljósið skúbbaði um daginn efni frá stjórnendum þáttarins mátti reikna saman tvo og tvo

mbl.is Fá ekki að nota Kompásnafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það er vissulega eftirsjá að Kompási,  góður og vandaður fréttaskýringaþáttur.   Synd hvað stjórnendur fjölmiðla fórna oft slíkum þáttum fyrst í niðurskurði.   Þeir vanmeta illilega greindarvísitölu og áhugasvið áhorfenda.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 03:38

2 Smámynd: Bragi Sigurðsson

Hjartanlega sammála. Enda hef ég verið aðdáðandi þáttanna frá upphafi og bloggað um þessa mjög svo skrítnu ákvörðun hjá mister Ara Edwald.

Bragi Sigurðsson, 8.2.2009 kl. 13:42

3 identicon

Þetta sýnir nákvæmlega hversu lítið businessvit Ari Edwald hefur. Auðvitað geta Jóhannes Kr., Kristinn og allt Kompássliðið haldið áfram með alveg eins þátt á annarri stöð. Þeir ERU Kompás og Stöð 2 fær aldrei neina aðra til að taka við af þeim og gera jafn góða þætti. Þessvegna er hreinlega barnalegt af Ara að banna þeim að nota nafnið. Ari er eins og  barn í sandkassa. Einhver kona var að spyrja á þessum vettvangi áðan hver ætti hvaða fjölmiðil. Ég er ekki innskráður notandi svo ég kemst ekki inn á hennar vef að svara: 365 er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Birtíngur í eigu Elínar Guðrúnar Ragnarsdóttur, Hreins Loftssonar lögmanns (DV) og einhverra í þeirra klíku. Eina vitið er að lesa erlenda fjölmiðla, þá fáum við sanna mynd af Íslandi. Hér er öllu stýrt.

Anna (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband