Enn eitt klúðrið hjá Ólafi Ragnari

Enn einu sinni á mjög skömmum tíma hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, spilað sig út í samskiptum við erlenda fjölmiðlamenn. Hvernig er það, talar forsetinn svona lélega ensku að fjölmiðlamenn skilja hann ekki? Af hverju er maðurinn að tala við erlendu pressuna ef hann getur ekki talað skiljanlega við þá? Hversu mikinn skaða hafa forsetahjónin bæði unnið orðspori þjóðarinnar með blaðri sínu að undanförnu?

Ólafur Ragnar hefur gengið of langt í orðavali sínu að undanförnu. Þetta hefur gerst of oft til að teljast tilviljun. Hann á að láta stjórnmálin í friði og sinna sínum störfum ella segja af sér embætti. Hann er búinn að spila sig út í hlutverki sínu á Bessastöðum.


mbl.is Þjóðverjar fái engar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Orð í tíma töluð Stefán.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2009 kl. 13:36

2 identicon

sé ekki mikinn mun á þessu viðtali eða viðtali dabba í kastljósi so sorry. það er ekki sama hvort það sé jón eða séra jón.

Ólöf (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:41

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir það Heimir.

Ólöf: Ólafur Ragnar er þjóðhöfðingi, valdalaus forseti sem á að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Hann hefur spilað sig út. Það er alveg augljóst.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.2.2009 kl. 13:45

4 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Davíð á að segja af sér og Ólafur Ragnar ekki síður. Af hverju er ekki mótmælt fyrir utan Bessastaði ?????

Guðrún Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 14:01

5 identicon

Óli hefur alltaf verið forset snobbs... hann kann sig alls ekki, hann verður að fara, það vera allir að fara sem eru í stjórnsýslu í dag.
Annars er þetta búið spil

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 14:20

6 identicon

Sé samt engan mun á þessu og blaðrinu í Davíð í Kastljósinu..

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 15:07

7 identicon

Þetta er gallinn við að vera að hafa þessa gömlu pólitíkusa í svona stöðum. Bæði Davíð í Seðlabankanum og Ólafur Ragnar sem forseti, sem bæði eiga að vera ópólitísk embætti, eru ennþá að reyna að vera á kafi í henni.

Halldór Ingvi (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 17:25

8 identicon

ég hélt að seðlabankastjóri ætti að vera ópólitískur:)

Ólöf (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 20:17

9 identicon

Þeir sem vilja nýjan forseta geta staðfest vilja sinn á Facebook undir group "NÝJAN FORSETA

ErrErrErr

Raskolnikof (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 20:56

10 identicon

Það er ekki alskostar rétt að forseti sé valdalaus, nú stendur í stjórnarskráni 13gr.Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Þarna stendur það svart á hvítu að forsetinn er ekki valdlaus. Ef þið sjálfstæðismenn kærið ykkur um að lesa þá er hún hérna.

http://www.althingi.is/lagas/136a/1944033.html

Vissulega er það þannig að hefð hefur skapast um það að forsetinn beiti ekki því valdi sem hann hefur, en það er ekki þar með sagt að hann sé valdalaus. En það er þannig með svo margt sem fer í taugarnar á ykkur að þið eruð tilbúnir að gleyma jafnvel helstu prinsippum ef persónan fer nógu mikið í taugarnar á ykkur, minnist þess að Björn Bjarna, sem aldrei hefur verið feiminn við að eyða peningum í öryggisgæsu, fór allt í einu að hafa áhyggjur af kostnaði við öryggisgæslu á Bessastöðum.

Hinsvegar væri gaman að heyra hvað þú telur kastljósviðtalið við Davíð hafa kostað okkur. Eins væri gaman að heyra hvað þér finnst um þann áfellisdóm sem lesa má i skýrslu Gylfa og Jóns yfir eftirlitsaðilum fjármálakerfisins á Íslandi, Seðlabanka og FME, ásamt að sjálfsögðu stjórnvöldum. Eftir að hafa lesið hana finnst mér enn merkilegra en áður að Davíð skuli sitja.

jónas (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband