Skilja engir nema Íslendingar Ólaf Ragnar?

Hvernig getur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, enn sagt að erlendir fjölmiðlamenn skilji ekki enskuna hans og það sem hann segir? Þetta er orðið neyðarlegt í meira lagi. Hefur það ekki gerst þrisvar eða fjórum sinnum á örfáum vikum að fjölmiðlamenn skilji ekki forsetann og þeir misskilji hann svo rosalega að þeir vitni vitlaust í hann. Er þetta tilviljun eða er forsetinn búinn að spila yfir í tali sínu um stöðuna? Varla er endalaust hægt að leika þennan leik. 

Ólafur Ragnar hefur talað við erlenda ráðamenn árum saman og fulltrúa pressunnar en aldrei misst sig fyrr en þotulífinu og kampavínsboðunum lauk. Orðar hann kreppuna og stöðuna svo vitlaust að enginn skilur hann nema Íslendingar? Á hvaða leið er þessi farsi Bessastaðabóndans?

Hvernig er það, þarf forsetinn ekki að fara að fá sér túlk til að taka með sér í viðtöl?

mbl.is Viðtalið tekið úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur Ragnar talar mjög góða ensku enda menntaður í Bretlandi þannig að ekki getur hann notað enskukunnáttu sína sem afsökun.  Maðurinn á náttúrulega að vera búinn að segja af sér fyrir löngu síðan.  Næg hafa tilefnin verið.

Sigurður (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 15:08

2 identicon

Ætlið þið Sjálfstæðismenn að draga Ólaf Ragnar með ykkur niður?

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 18:01

3 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Íslendingar skilja þó ÓRG. En það skilur enginn DÓ, hvorki Íslendingar né aðrir. Næg tilefni. Væri þá ekki rétt að nefna nokkur dæmi og rökstyðja þau! Ekki vantar rökstuðninginn fyrir afsögn DÓ vegna afglapa í starfi en hann situr þó enn! 

Eysteinn Þór Kristinsson, 10.2.2009 kl. 18:04

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Ég held að Ólafur Ragnar sé að draga sjálfan sig niður. Klúðrið í honum er þess eðlis að hann viti ekkert hvað hann eigi að gera eftir að útrásarvíkingarnir hættu að dekstra hann.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.2.2009 kl. 18:07

5 Smámynd: Tryggvi Helgason

Rétt eins og forsetinn hefur gert margsinnis áður, þá er hann enn og aftur að hafa sambönd við erlenda fréttamenn, og veita þeim alls kyns upplýsingar.

Þar með er hann að skifta sér af, og fjalla um málefni sem tilheyra ekki forsetaembættinu á neinn hátt, og eru utan verkahrings forsetaskrifstofunnar.

Það eru sterkar líkur til þess, að Ólafur Ragnar Grímsson forseti, hafi með þessari vanhugsuðu afskiftasemi sinni, - af málefnum sem koma honum ekkert við, - stórlega lítillækkað og svívirt íslensku þjóðina.

Öll þessi mál forsetans verður að leggja fyrir dómara til umfjöllunar, og að fenginni þeirri niðurstöðu verði tekin ákvörðum um það, hvort rétt sé að Ólafi Ragnari Grímssyni verði vikið úr embætti forseta.

Tryggvi Helgason, 10.2.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband