Rotin vinnubrögð og siðleysi felldu bankana

Æ betur sést að rotin vinnubrögð og blint siðleysi felldu bankana og fjármálakerfi landsins í raun. Vandinn var að stóru leyti heimatilbúinn. Þeir sem réðu för gleymdu sér í sukki og svínaríi, hættu að velta fyrir sér aðalatriðum málsins blindaðir af peningagræðgi og siðleysi á meðan allt fór á versta veg. Aukaatriðin réðu för þegar þurfti að hafa augun opin og horfa gagnrýnt og heiðarlega á stöðu þjóðarinnar. Drambið var falli næst.

Miðað við skrifin um vinnubrögðin í bönkunum er sláandi að ekkert skyldi gert og enginn hafi vaknað fyrr en úti í skurði. Enn eru sumir meira að segja að velta fyrir sér hvernig við lentum úti í skurði og vilja kenna öðrum um það. Staðreyndin var sú að örfáir menn spiluðu þjóðina út í öngstræti eymdar og skelfingar og við misstum yfirsjón á fjöregginu sjálfu, því allra mikilvægasta sem til er.

Þetta er heiðarleg umfjöllun um starfið í bönkunum og vonandi verður þetta öllum víti til varnaðar - lærdómur um að nýja Ísland verði byggt upp heiðarlega og hugleitt hvað skiptir mestu í máli í staðinn fyrir stundargræðgi og hagsmuni.


mbl.is Reynslulausir réðu í bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ein meginástæða þess að þetta gat gerst var máttlaust og sinnulaust Alþingi sem stjórnað er af stjórnmálaflokkum sem voru flæktir inn í vitleysuna. Enginn þingmaður sem ætlaði sér frama innan síns flokks gat leyft sér gagnrýna hugsun gagnvart óskapnaðinum.

Bjarni Harðarson, 14.2.2009 kl. 02:45

2 identicon

Já við verðum að standa vörð um nýja Ísland ég skil ekki af hverju sjálfstæðisflokkurinn mælist með svo mikið fylgi í skoðunarkönnunum þar er bara ein stefna að ríkari verði ríkari og staðið verði vörð um þá sem eiga peninga með að láta smælingjana borga brúsann.

Sigurður Harldsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 03:58

3 identicon

Bjarni það er þess vegna sem flokkavaldið verður að víkja.  Niður með það.  Kjósum ekki flokka heldur fólk. 

EE elle 

EE (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:44

4 identicon

Sigurður, ég skil það ekki heldur.

EE elle 

EE (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 18:15

5 Smámynd: Hörður Finnbogason

Hrikalega sáttur við ummæli þín!

Hörður Finnbogason, 16.2.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband