Jón Baldvin afskrifar ISG - hvað með unga fólkið?

Mér finnst það stórmerkileg pólitísk tíðindi að Jón Baldvin Hannibalsson hafi afskrifað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem stjórnmálamann og vilji losna við hana úr pólitík. Hann telur hana jafn ábyrga Geir Haarde og eigi að sjá sóma sinn í að fara. Auðvitað er þetta rétt hjá honum. Ingibjörg Sólrún ber engu minni ábyrgð en Geir á því að hafa sofið á verðinum á þeim tímum þegar þurfti að vera vakandi. Hún er því hluti af þeim hópi sem þarf að taka skellinn á sig. Jón Baldvin, sem lengi var talsmaður þess að ISG færi í landsmálin, gefur henni nú pólitíska náðarhöggið.

Merkilegast af öllu því sem Jón Baldvin segir þó snýr að framtíðinni. Sýn hans á framtíðina er að gamla settið taki við Samfylkingunni og leiði hana á þessu umbrotaári í íslenskum stjórnmálum, Jóhanna eða hann eigi að taka við forystunni af sér yngra fólki. Þetta er dæmigert fyrir þessa kynslóð stjórnmálamanna sem kann ekki að hætta í pólitík og telur sig miðpunkt allra hluta og sé ómissandi. Við höfum séð svona fólk í öðrum flokkum, ekkert síður mínum, og alltaf verður maður jafnhissa á hrokanum og stærilátunum að það eitt sé fullkomið til verka.

Ætlar Samfylkingin virkilega að velja fólk um sjötugt til forystu þegar þarf að taka til í íslenskum stjórnmálum, fá nýja sýn og stöðumat. Er þetta breytingin sem fólk vill. Hvað segir unga fólkið í Samfylkingunni. Vill það ekki að nýtt fólk nýrra tíma leiði þessi umskipti frekar en fólk fortíðarinnar eins og Jón og Jóhanna, það gamla haturstvíeyki sem gekk frá Alþýðuflokknum?

mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán

Þann 21.2. n.k. á JBH stórafmæli. Hans tími er komin !

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:28

2 identicon

Kannski er karlinn nú að pæla í komandi kosningum....

Á einhverjum tímapunkti hljóta jafnvel blindustu Samfylkingarmenn að átta sig á því að sennilega verður ekkert sérstaklega traustvekandi fyrir þá í kosningum að vera ennþá með frjálshyggjukerlinguna sem formann!

Fyrir utan það hve ábyrgðarleysið í ISG mun líta illa út.....öll svæsnu kosningaloforðin frá því í den, fjármálin og fordæmið frá R-listanum, svo ekki sé minnst á fundina 5 eða 6 sem kerlingin sat með Davíð án þess að láta bankamálaráðherrann vita.....Og ræðurnar hennar um valdagræðgina í öðru fólki eru nú hlægilegar í dag.

Gleymum nú ekki "þið eruð ekki þjóðin". Samfylkingin er dauð og ómerk með ISG í broddi fylkingar. ISG drap Kvennalistann, svo R-listann og nú er hún líklega búin að ganga frá Samfylkingunni. Allt er þegar þrennt er?

magus (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:57

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sem annar af tveim oddvitum ríkisstjórnarinnar sem leiddi með aðgerðum sínum en þó aðallega aðgerðarleysi þjóð sína nánast í gjaldþrot, þá ber Ingibjörg Sólrún ekki síður ábyrgð en Geir Haarde.

Þau leiddu ríkistjórn en aðhafðist ekkert þegar fyrirtæki í einkaeigu veðsetti þjóðina fyrir þúsund milljarða. Þessi veðsetning í gegnum þessa Icesave reikninga fór fram á þeim skamma tíma sem þau leiddu saman stjórn þessa lands.

Þessi glæpur sem hér var framinn að bönkum í einkaeign var leyft að veðsetja þjóðina fyrir þúsund milljarða án þess að þurfa að leggja fram neinar ábyrgðir er ekkert annað en landráð. Þeir stjórnmálamenn og þeir embættismenn sem með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi heimiluðu þessa veðsetningu, þá á að ákæra fyrir landráð. Þeir sem "gambla" með þjóð sína með þessum hætti eru ekkert annað en landráðamenn.

Sjá hér bloggfærsluna "Ákærum þá fyrir landráð" og hóp fólks sem vinnur nú að undirbúningi slíkrar ákæru.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.2.2009 kl. 18:00

4 identicon

Auðvitað ætti spillingarformaðurinn að víkja.  Og kannski á undan yfirseðlabankastjóra.    Það er mín eindregin skoðun.

EE 

EE (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 18:12

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ef leita skal eftir þeim sem bera ábyrgð á bankahruninu, þá verður að teljast að þar beri kannski JBH hvað stærstan hlut. JBH barðist fyrir inngöngu okkar í EES og náði því og kallaði það eins og frægt er að við hefðum "fengið allt fyrir ekkert" . Íslensku einkabankarnir störfuðu eftir reglum sem sami JBH fékk festar í sessi með inngöngu okkar í EES.

Svo kemur hann fram nú eins og hvítþveginn engill sem ekkert illt leiddi yfir þessa þjóð. JBH barðist einnig fyrir stofnun Samfylkingarinnar og þannig ber auðvitað Samfylkingin ábyrgð á regluverkinu sem bankarnir störfuðu eftir. Augljóst er að JBH treystir á það að kjósendur hafi gullfiskaminni, en svo er ekki með öll okkar. Við munum einnig eftir ýmsum subbuskap JBH í meðferð almannafjár og veisluhöldum fyrir flokksholla menn sína sem og eiginkonunnar.

Ég held að ég afþakki frekari þjónustu JBH fyrir almenning. Hann hefur kostað þessa þjóð nóg nú þegar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.2.2009 kl. 18:13

6 identicon

Ég er nokkuð sammála þér í þetta sinn! gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 18:21

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef svo fer að Ingibjörg treystir sér ekki áfram á fullu í pólitík þá er það alveg morgunljóst að unga fólkið í sf mun aldrei samþykkja að Jóhanna eða Jón leyði flokkinn.
Dagur verður næsti formaður sf ef Ingibjörg hættir í pólitík - það er alveg klárt mál

Óðinn Þórisson, 14.2.2009 kl. 18:28

8 identicon

Því ætti Samsullið að fá menn yfir sjötugs að liðsinna sér - þeim tókst vel að rústa samfélaginu með hvítvoðung?

Jón Örn Arnarson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 19:04

9 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Mér finnst með ólíkindum þessi málflutningur Jóns Baldvins. Ingibjörg á að axla ábyrgð á hruninu með því að fara en Jóhanna á að koma í staðinn. Bíddu við sátu þær ekki í sömu ríkisstjórn. Á Ingibjörg ein að axla ábyrgð fyrir allt ráðherralið ríkisstjórnarinnar. Og orð Jóhönnu finnst mér enn kostulegri. Að Samfylkingin hafi axlað ábyrgð. Hvernig? Jú með því að henda Sjálfstæðisflokknum burt og með hjá forseta Íslands sem að tók þátt í valdapotinu, mynda nýja ríkisstjórn með VG. Það kallast þá stór pólitísk tíðindi ef að hægt er að axla pólitíska ábyrgð með því að henda burt samstarfsflokknum.

Jóhann Pétur Pétursson, 14.2.2009 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband