Valdatafl í Samfó - ábyrgð Ingibjargar Sólrúnar

Mér finnst það fjári ódýrt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að segja að hún og Samfylkingin hafi axlað ábyrgð á bankahruni og stöðu efnahagsmálanna með því að skipta um samstarfsflokk í ríkisstjórn. Ingibjörg Sólrún ber fulla ábyrgð á röngum ákvörðun síðustu ríkisstjórnar og á að sjá sóma sinn í að viðurkenna það og horfa í eigin barm. Svona ódýrir stjórnmálamenn eins og Ingibjörg Sólrún, sem getur ekki horft á eigin ábyrgð og pólitísk afglöp, er ekki það sem þjóðin þarf á að halda á þessari stundu, stjórnmálamenn sem ætla að sitja sem fastast í sínum stólum þrátt fyrir klúðrið.

Mér finnst felast í orðum Ingibjargar Sólrúnar að hún ætlar að koma heim af sólarströnd, fara beint inn á landsfund Samfylkingarinnar og í ríkisstjórn og biðja um nýtt umboð til verka. Auðvitað er það hennar val að horfast ekki í augu við eigin mistök og endalaust klúður Samfylkingarinnar á hennar vakt, sem flokkurinn hefur enn ekki axlað ábyrgð á, enda enn við völd. En ég held að landsmenn hljóti að hugleiða ábyrgð hennar og velta fyrir sér hvort hún sé sá forystumaður sem geti leitt þjóðina betur en á meðan hún var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Ég held að plott Ingibjargar sé að halda áfram og tryggja Degi B. Eggertssyni varaformennskuna og segja svo af sér þegar vel hentar fyrir hana. Ergó Dagur verði formaður flokksins þegar frá dregur án kosningar beint í embættið. Þetta hljómar eins og hið fullkomna lýðræði Samfylkingarinnar sem ætlar að halda áfram með sama liðið í öllum stólum fyrir næstu kosningar og reyna að telja fólki trú um að þeir hafi axlað einhverja ábyrgð án þess þó að hafa gert það.

Þetta er frekar ódýrt lið í pólitík.

mbl.is Ingibjörg Sólrún ekki að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ætli formanns skiptin fari ekki fram á þann veg að Degi B. verði stillt upp sem "forsetisráðherra efni" flokksins. Þetta verði svo kynnt einhverstaðar á skemmtilegum stað, t.d. við tjörnina eða á Austurvelli.hvaða önnur ástæða er fyrir því að sveitarstjórnarmaður sitji þingflokksfund en að Dagur B. sé erfðarprins Ingibjargar? hann var það í R. listanum þó að bæði væru "óháð" eins og margir vinstri menn vilja kalla sig þegar þeir þora ekki að koma fram með eigin skoðanir. 

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 20:39

2 identicon

Fannar: Svona til að leiða þetta þér fyrir sjónir og gera þér grein fyrir því að þessi samsæriskenning þín á sér enga stoð í raunveruleikanum, þá skal ég segja þér afhverju hann Dagur situr þingflokksfundi. Þannig er að stjórn flokksins situr þingflokksfundi, í henni eru formaður og varaformaður flokksins, form. þingflokks, Formaður framkvæmdastjórnar, Formaður Sveitarstjórnarráðs (Dagur) ritari og gjaldkeri flokksins. Svona til að það sé alveg ljóst.

Stefán: Þú kallar hér eftir einu og öðru sem er gott og blessað, en hvernig væri að líta í eigin barm og gagnrýna Geir fyrir að neita að axla ábyrgð á hrunini, neita að biðjast afsökunar, neita að segja sannleikann. Þegar það er búið þá er komin einhver heimting á að krefja Ingibjörgu Sólrúnu svara en ekki fyrr.

jónas (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég skil ekki skrif þín Jónas, enda eru þau hálf bjánaleg. Ég hef margoft skrifað hér um mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokkurinn skipti algjörlega um forystu og lykilfólk í öllum kjördæmum, endurnýji sig í aðdraganda þessara kosninga. Hef sagt þetta svo oft að ég hef sjálfur misst tölu á því, sagði þetta meira að segja meðan síðasta stjórn var við völd.

Geir hefur þegar ákveðið að hætta þátttöku í stjórnmálum. Hann hættir sem flokksformaður í næsta mánuði og sækist ekki eftir endurkjöri á Alþingi. Pólitískum ferli hans er lokið. Sjálfur hef ég gagnrýnt hann harðlega og segi í pistlinum á undan þessum að honum hafi orðið stórlega á og það klúður sé samofið með honum og ISG. Munurinn er þó sá að hann hefur ákveðið að hætta en hún vill enga ábyrgð axla og ætlar að halda áfram.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.2.2009 kl. 22:45

4 identicon

Það má vel vera að þér þyki skrif mín bjánaleg enda er það alveg ljóst að ég og þú verðum aldrei sammála, til þess er þankagangur okkar of ólíkur og það er bara hið besta mál. En það breytir hinsvegar ekki þeirri staðreynd að ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er mun meiri en Samfylkingar. Þá ábyrgð hefur flokkurinn hingað til neitað að axla og það er alveg ljóst að Geir er ekki að fara úr pólitík til að axla ábyrgð hann er að hrökklast úr stóli flokksformanns, ef hann hefði komið fram fljótlega eftir hrun, milli jóla og nýárs eða bara strax á nýju ári og beðist afsökunnar á sínum mistökum hefði hann amk. komist frá þessu með einhvern snefil af reisn, úr því sem komið er verður það því miður ekki. Þú virðist vera að gefa það í skyn að með því að hætta í pólitík sé Geir að axla ábyrgð, það er regin misskilningur. Í besta falli er hægt að segja sem svo að hann hafi verið neyddur til þess þegar í ljós kom að hann myndi ekki mæta á landsfund sem forsætisráðherra. Ég kýs að segja að hann hafi hrökklast frá. En það er sennilega vegna þess að ég er ekki Sjálfsstæðismaður.

jónas (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 23:30

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hvaða vitleysa. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn sátu saman í stjórn í eitt og hálft ár áður en bankarnir hrundu og Samfylkingin var með yfirstjórn viðskiptaráðuneytis og fjármálaeftirlitið á sínu verksviði. Sá flokkur brást í því hlutverki og ber engu minni ábyrgð, síst minni. En krafan er einföld. Þeir sem leiddu þessa flokka og voru í forystunni víki. Þegar er Geir farinn, hann er hættur og ég tel að Árni Matt muni falla fari hann í prófkjör í Suðrinu. Ungliðafélögin þar öll og stór félög í kjördæminu hafa ályktað með uppstokkun.

Þorgerður og Gulli treysta sér ekki í formannsframboð og eru bæði stórlega sködduð. Ergó: Þeir sem voru í stjórn af hálfu flokksins leiða hann ekki í vor, hafa ekki stuðning flokksmanna til þess lengur og leitað er utan ráðherrahópsins eftir flokksformanni. Ég tel að uppstokkunin í prófkjörum flokksins verði mikil.

Hvað með vinstriflokkana? Ætlar Samfylkingin að bjóða þjóðinni upp á sama flokksformann áfram og sat við völd meðan allt hrundi?

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.2.2009 kl. 23:35

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Alltaf gaman að lesa menn sem hafa ekki glóru um hvað þeir eru að skrifa. Þetta er ekki eins og hjá Sjálfstæðisflokknum að menn velji erfðaprinsa... formenn Samfó eru kosnir beinni kosningu og er varaformaður þarf að taka við af formanni er boðað til formannskjörs mjög fljótlega.

Formaður situr í umboði allra félaga í Samfylkingunni og er kosinn beinni kosningu af öllum. Varaformaður er kosinn á landsfundi og umboð hans því takmarkaði til setu til lengri tíma.... Stebbi minn,,,, mér finnst þú orðinn ansi billegur

Þeir sem hér skrifa ganga greinilega út frá aðferðafræði Sjálfstæðisflokksins.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.2.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband