Ballaða til Moskvu - óvænt úrslit í Eurovision

Það kom mér skemmtilega á óvart að þjóðin skyldi ákveða í símakosningu að senda ballöðu með barnastjörnunni Jóhönnu Guðrúnu til Moskvu en ekki rokkað lag eða lag í týpíska pakkanum. Normið hefur verið hjá sms-kynslóðinni að senda allt öðruvísi lag. Litlu munaði að henni tækist að senda Ingó Idol út, hefur örugglega notið þess að raula Bahama forðum í því vali.

Hélt fyrirfram að þetta yrði því annað hvort Hara-systur í Elektru eða Jógvan hinn færeyski. En Jóhanna Guðrún vann farseðilinn út og ég vona að henni muni ganga vel. Lagið er sætt og notalegt og gæti örugglega gert einhverja hluti úti. Vonum það besta allavega.

Hitt er svo annað mál að mér finnst keppnin hálfgert bruðl í þessari kreppu, en það er greinilegt að þjóðin hefur gaman á að horfa skv. áhorfsmælingum og nýtur þessa í botn. Svo er að vona að við tökum ekki bakföll að ergju í vor ef við komumst ekki áfram.

mbl.is Lagið Is it true til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Lagið dregur okkur alla vega ekki niður, frekar upp ef eitthvað er..og já, ég hef einmitt hugsað þetta sama, þarna er verið að bruðla í kreppunni en kannski bara gott að þjóðin gleymi sér eitt augnablik.

TARA, 15.2.2009 kl. 01:13

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rétt að óska Jóhönnu Guðrúnu til hamingju með sigurinn og velgengni í Moskvu - ég held að það sé mjög auðvelt að réttæta þá peninga sem voru lagðir þetta -

Óðinn Þórisson, 15.2.2009 kl. 09:51

3 identicon

Oooooh hann var svo cute sellóstrákurinn!

Eva Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband