Steingrímur staðfestir hvalveiðaákvörðun Einars

Ég er ekki hissa á því að Steingrímur J. Sigfússon, fjármála- landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hafi staðfest hvalveiðaákvörðun Einars K. Guðfinnssonar. Hann var tilneyddur til að taka þessa ákvörðun, enda þingmeirihluti fyrir hvalveiðum og minnihlutastjórnin gat ekki annað en beygt sig undir þann vilja. Ella hefði eflaust verið lagt fram vantraust á ráðherrann í þinginu til að reyna á stuðning hans þar. Því er ráðherrann ekki fær um neina aðra ákvörðun.

Velti samt fyrir mér hvernig þessi ákvörðun fari í flokksfélaga Steingríms J. og þá Samfylkingarfélaga sem hafa verið hvað andvígastir hvalveiðum. Þetta er niðurlægjandi ákvörðun fyrir þá, en þeir verða að sætta sig við þingmeirihlutann á bakvið hvalveiðar.

mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband