Vinstrimenn hættir að mótmæla

Greinilegt er að mótmælin á Austurvelli eru að fjara út. Aðeins 200 mættir til að taka þátt og tjá sig um stöðuna í samfélaginu. Við blasir að vinstrimennirnir sem leiddu mótmælin hafa hætt að taka þátt og tjá sig eftir að þeir komust til valda í hreinni vinstristjórn. Eftir þrjár vikur við völd hefur þó sú stjórn ekki gert neitt að ráði. Hvar eru hugmyndir hennar í efnahagsmálum og hvar er skjaldborgin um heimilin? Í gær var fjallað í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 um hjón sem verða borin út úr húsi sínu á næstunni og gerð gjaldþrota. Fleiri dæmi eru um fólk sem eru að missa húsið sitt. Ekkert gerist.

Æ betur sést að mótmælin voru aðeins valdaplott hjá vinstrimönnum. Um leið og þeir náðu völdum dóu mótmælin. Þau snerust ekki um neitt nema það að tryggja eigin stöðu og komast til valda. Nú eru vinstriflokkarnir meira að segja farnir að gæla við að fresta þingkosningunum í vor. Stólarnir eru víst mjög notalegir. En eitthvað er farið að kárna gamanið í stjórninni enda sakar formaður Framsóknarflokksins Samfylkingarmenn um aðför að sér í blöðum í dag. Hann mun væntanlega tryggja kjördaginn í sessi. Ef vinstrimenn réðu einir yrðu engar kosningar strax.

En ég velti samt fyrir mér þessum mótmælum. Hvað stendur eftir að þeim loknum? Aldrei var þeim beint að forseta útrásarvíkinganna sem situr enn á sínum stóli þrátt fyrir afglöp sem forseti allra landsmanna og alvarleg mistök í erlendum fjölmiðlum. Mótmælin teljast varla trúverðug í ljósi þess lengur.

mbl.is Tuttugasti útifundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veður hefur gjarnan átt þátt í hversu margir koma og mótmæla. Og nú var rigning. Íslendingar nenna ekki að mótmæla í rigningu. Helmingi fleiri voru á síðustu mótmælum og þá var ný ríkisstjórn sömuleiðis tekin við.

Halldóra (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 16:38

2 identicon

Það er ekki það að vinstrimenn séu hættir að mótmæla, málið er að fólk almennt gat bara ekki hugsað sér að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka til skítinn eftir sjálfan sig. Nú er Sjálfstæðisflokkurinn farinn frá, og þess vegna eru ekki fleiri að mótmæla. Þetta er mín skýring á því hvers vegna ekki fleiri koma, en auðvitað hentar það hægrimönnum að láta líta út fyrir að mótmælin þar sem þúsundir Íslendinga mættu, væru eingöngu vinstrimenn en það var bara ekki þannig.

Valsól (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 16:49

3 identicon

Ég trúi þessu ekki, ert þú nú líka farinn að ritskoða athugasemdir, þá er nú fallið síðasta vígið. Ég bar nefnilega mikla virðingu fyrir þér fyrir það að þú rökræddir bara ef það komu athugasemdir sem þú varst ekki sammála, en núna ætlar þú greinilega að fara sömu leið og aðrir hægrimenn á blogginu og passa upp á að ekkert ljótt verði sagt um Sjálfstæðisflokkinn, svona rétt fyrir kosningar.

Ég hef verið bannaður á kommentakerfi hjá G. F. og H. G., hægrimönnum eingöngu vegna þess að ég undraðist um heiðarleika manna sem vörðu þann gjörning að fjármálaráðherra skyldi ráða son fyrrverandi forsætisráðherra í feitt embætti. Ég sagði einfaldlega að ég myndi aldrei heiðarleika míns vegna verja svona gjörninga. Og ég sagði að við óbreyttir borgarar ættum ekki að lýða það að fulltrúar okkar sem kosnir væru á þing til að gæta okkar hagsmuna væru að ráða vini og vandamenn í vinnu eða sinna annrri spillingu. Við eigum ekki að lýða svoleiðis vinnubrögð, hvar sem við erum í flokki. Þetta þoldu umræddir aðilar ekki og þurkuðu þetta út af kommentakerfum sínum og bönnuðu mig í kjölfarið. Er það svona sem þið Sjálfstæðismenn vinnið?

Valsól (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 17:01

4 identicon

Endalaust getið þið íhaldslúðarnir tuðað hérna á blogginu. Ótrúlegt hvað óstjórn síðustu 18 ára var fljót að hverfa úr minningunni hjá sumu fólki.

Magnús (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 17:46

5 identicon

Já það er erfitt að horfast í augu við það að það var valdabandalag Sjálfstæðismanna á þingi, í ríkisstjórn og um allt stjórnkerfið, þar sem flokkurinn hefur notað áratugavaldasetu til að koma sínum mönnum fyrir í nánast öllum lykilstöðum, sem fólkið var að mótmæla. Nú hefur þessu bandalagi verið komið frá völdum - vonandi ber þjóðin gæfu til að tryggja að svo verði áfram í kosningunum í vor.  

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 17:56

6 identicon

Bíddu nú við, Stefán minn, er þetta ekki endurunnið blogg hjá þér frá því fyrir síðustu jól? Um leið og ég vil hrósa þér fyrir nýtnina verð ég að benda þér á að minnihlutamartröðin er ekki óskastjórn Radda fólksins - hvað þá að við höfum stundað "valdaplott" með vinstrimönnum. Við erum væntanlega sammála um að Samfylkingin bar jafn mikla ábyrgð á ákvarðanafælninni og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn er spillingagengi (in spite of Extreme Makeover), Voða Grænir eru úti á túni og Frjálslyndu fúskararnir eru... þú veist hvað.

Í stuttu máli, engum af þessum gömlu, þreyttu afgreiðslumönnum á kassa er treystandi fyrir landsstjórninni. Þess vegna fóru talsmenn Radda fólksins á fund forseta Íslands - þú veist, ÓRG, sem þið Flokksmenn lítið svolítið (eða svo lítið) upp til - og kröfðust þess að mynduð yrði utanþingsstjórn. Við fengum að sönnu tvo utanþingsráðherra, dómsmálaráðherra og viðskiptaráðherra, sem bæði eru valinkunnir sómamenn, en það er bara ekki nóg.

Í dag setja Raddir fólksins fram fjórar kröfur: Eignir auðmanna verði frystar, verðtrygging verði afnumin, kvótinn verði færður aftur til þjóðarinnar og stjórn Seðlabankans víki. Hugmynd þín um að beina mótmælum að forseta Íslands er allrar athygli verð. Ef til vill skoðum við hana í fyllingu tímans. En fyrst þurfum við að rétta yfir útrásarvíkingunum og bankamafíunni. Þér er hins vegar að sjálfsögðu heimilt að heimsækja forsetann hvenær sem þú vilt.

ps. gamli Flokksfrasinn um "trúverðugleikann" er varla trúverðugur lengur SFS, frekar en Flokkurinn.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 18:13

7 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Skórinn er kominn á hinn fótinn, er orðasamband úr ensku sem vísar til þeirrar stöðu sem uppi er núna. Þeir sem áður fóru um með barsmíðum og eldi til að leggja áherslu á orð sín, kveinka sér yfir því að "þeirra menn" mæta andófi í formi rökræðna og þrefs, a la Alþingi.

     http://flosi.blog.is/blog/flosi/entry/810108/

Flosi Kristjánsson, 21.2.2009 kl. 19:00

8 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Nú á síðustu dögum hefur komið í ljós að málflutningur mótmælenda heldur hvorki vatni né vindi? Hvar eru skuldaklafarnir sem að þjóðin á að vera komin í? Í ljós kemur að hreinar skuldir ríkisins eru innan við 500 milljarða króna? Það er um það bil ein fjárlög. Í raun hefur allt það sem að gamla ríkisstjórnin sagði, að staðan væri óljós og alveg örugglega ekki eins slæm eins verstu hagfræðiklámhundarnir sögðu.

Þessi mótmæli voru ekkert annað en ofbeldi gegn lýðræðislega kjörnum fulltrúum okkar. Við eigum ekki að láta bjóða okkur að með lýðskrumi sem að á sér enga hliðstæðu í sögu Íslands. Þegar kemur að því að villa um fyrir almenningi og að nýta sér örvæntingu þjóðarinnar til þess að komast sjálfir til valda, þá skipa forsprakkar mótmælanna og forustumenn VG og Samfylkingar sér á stall með ekki ómerkari lýðsskrumurum og Hitler og Mussolini. Þeir eiga það sameiginlegt að vera snillingar í að villa um fyrir fjöldanum og misnota þjóðina. Sem þjóð sem að býr í lýðræðisríki eigum við ekki að láta bjóða okkur þetta og algerlega hafna þessum flokkum í komandi kosningum. 

Jóhann Pétur Pétursson, 21.2.2009 kl. 20:29

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hvenær fannst þér mótmæli vera trúverðug, Stefán?

Og hvaða vinstrimenn hafa náð völdum og þar með hætt að leiða mótmæli?

Vésteinn Valgarðsson, 21.2.2009 kl. 20:30

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Engu við þetta bæta Stefán - sammála þér.

Óðinn Þórisson, 21.2.2009 kl. 20:40

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Bíddu var ekki Davíð O einn af þeim sem hrósaði og studdi útrásina af heilum hug ?

hilmar jónsson, 21.2.2009 kl. 21:23

12 Smámynd: TARA

Ég styð skynsamleg mótmæli, sem ekki valda skemmdum og eignarspjöllum, né slasa fólk, en ég skildi aldrei hvaða tilgangi þessi mótmæli þjónuðu í rauninni...og með fullri virðingu fyrir fólkinu, hver tekur mark á pottaglamri og prónaskap nú til dags ? Og hvers vegna situr Davíð enn í sínum ''örugglega'' rándýra leðurstól ? Og hvers vegna er ekkert gert gagnvart þeim sem komu landinu á KALDAN KLAKA ? Ég er löngu hætt að skilja þetta, hafi ég bara nokkurn tímann gert það !!

TARA, 22.2.2009 kl. 00:57

13 Smámynd: Hinrik Már Ásgeirsson

Soldið langsótt hugsun. Er ekki sennilegri skýring að það hafi dregið úr reiði í samfélaginu í kjölfar þess að ríkisstjórnin fór frá völdum enda hefur stuðningur við ríkisstjórnina vaxið töluvert eftir stjórnarskiptin.

Hinrik Már Ásgeirsson, 22.2.2009 kl. 01:09

14 identicon

Ég er nú stuðningsmaður vinstri grænna en ég hef grunsemdir um að ráðherrar utan flokka séu fyrst og fremst til að taka erfiðar ákvarðanir í málum sem hafa jákvæðar afleiðingar fyrir borgarastéttina (burgeoise), fríir af pólitískri ábyrgð. Annars ætti að leggja niður ríkisstjórn og afnema eignarréttinn.

Egill Gautason (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 04:53

15 identicon

Ég er nú stuðningsmaður vinstri grænna en mér finnst það ótrúlegt þegar fólk leggur það á sig að sverta málstað mótmælenda, fólks sem hefur umhyggju fyrir þessu landi og þessari þjóð og þorir að sýna það. Ég held líka að menn ættu ekki að vera of snöggir að segja að skuldaklafarnir séu litlir. Það er enginn leið að segja um það og í raun fáranlegt að hafa fyrir því að gera lítið úr þessum skuldum. Þrælseðlið í íhaldsmönnum er kannski svo mikið að þeir vilji bara riðlast á öllum þeim sem annt er um þetta land? Stundum spyr maður sig. Fólk ætti að opna augun, stíga út úr kassanum sem það sjálft hefur ákveðið að halda sig í og hætta að hugsa með rassgatinu.

Egill Gautason (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 05:23

16 identicon

Er það ekki full ofmetin fullyrðing að hægrimenn mótmæli ekki?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 13:02

17 Smámynd: Oddur Ólafsson

Er ekki málið bara að fólkið í landinu hefur það á tilfinningunni að nú sé komin ríkisstórn sem a.m.k. reynir að gera eitthvað en segir ekki bara "hefðum kannski átt að gera eitthvað".....

Oddur Ólafsson, 22.2.2009 kl. 14:45

18 identicon

Æjæj, er erfitt að vera sjálfstæðisflokks pabbastrákur núna? Það gerist ekkert allt bara eins og hendi sé veifað, kynntu þér nú samt hvað nýja stjórnin er búin að gera áður en þú ferð að galgopa eitthvað svona.

Dagur Bollason (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 14:54

19 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Stefán - hvað heldur þú með þann ágæta stjórnmálamann Atla Gíslason.

Hann var gestur í Silfri Egils í dag og talaði um kröfu á kyrrsetningu eigna.

Getur þú frætt mig um í hvaða flokki sá ágæti maður er.

Og þið hinir sem hér hafið kommentað um mótmælendur hingað til.

Hvað finnst þér Stefán Friðrik um kyrrsetningu eigna auðmanna?

Hvað finnst þér um stjórnlagaþing.

Þú ert stundum svo skelfilega ómálefnalegur - og fastur í eigin rassi.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 22.2.2009 kl. 14:54

20 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ágætt að heyra í öðrum hér, enda erfitt að allir séu sammála. Staðreyndin er hinsvegar sú að vinstristjórnin hefur lítið sem ekkert gert. Hvað hefur breyst? Aðalpúðrið fer í Seðlabankafrumvarp og hugleiðingar um kosningakerfið. Hvar er skjaldborgin um heimilin og hvar eru raunhæfar tillögur í efnahagsmálum. Sé að fáir geta svarað því, enda hefur lítið sem ekkert gerst. Lítið á fréttir og heyrið frásagnir af þeim sem verða brátt bornir út af heimilum sínum og gerðir upp.

Hvað varðar ummæli Ölmu virðist mér að hún sé aðallega föst á þeim stað sem hún er. Hvað hefur þessi ríkisstjórn gert annað en blaðra?

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2009 kl. 15:18

21 Smámynd: Katrín

Ótrúlegt hve fólk getur verið tilbúið að loka augum fyrir eigin mistökum.  Þeir sem enn hafa ekki áttað sig á því að það voru stjornmálamenn VG og SF sem héldu í alla þræði mótmælanda eru verulega illa settir.  Já,já sjallarnir héldu illa á málum með aðstoð SF og Framsóknar....en er það afsökun fyrir að fara eins að?? Mér sýnist ný ríkisstjórn engan veginn vera laus við spillingu og hvað þá að þar á bæ hafi nokkur sýnt dug til að taka á málum í raunverulegri merkingu þess orðs.  Orðagjálfur og gelt..getur það virkilega hljómað sem fegursta tónverk lengi?

Katrín, 22.2.2009 kl. 16:22

22 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Dagur: Sjálfstæðisflokkspabbastrákur hvað? Pabbi minn er krati frá fornu fari og mamma mín er framsóknarkona. Ég lét foreldra mína ekki ráða nokkru um það hvaða stjórnmálaflokk ég gekk í eða hvaða skoðanir ég hef á málunum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2009 kl. 21:20

23 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir gott komment Katrín.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2009 kl. 21:20

24 identicon

"Ótrúlegt hve fólk getur verið tilbúið að loka augum fyrir eigin mistökum.  Þeir sem enn hafa ekki áttað sig á því að það voru stjornmálamenn VG og SF sem héldu í alla þræði mótmælanda eru verulega illa settir", skrifar Katrín Gunnarsdóttir, fjögurra barna móðir, amma,  kennari og nemi. Ég get fullvissað Katrínu um það að staðhæfingar hennar eru þvættingur. Forsvarsmenn Radda fólksins eru ópólitískir og krafa okkar hefur verið að fá utanþingsstjórn. Við erum í hópi þeirra fjölmörgu Íslendinga sem eru búnir að fá nóg af flokksræði og atvinnustjórnmálamönnum.

Á síðu sinni skrifar Katrín m.a.: "Haldi menn að þeir séu byltingarhetjur og bjargvættar Íslands er það mikill misskilningur og ,,draslið“ sem þetta lið skilur eftir sig mun taka áratugi að hreinsa af okkur hinum sem enn höldum sönsum.Ágætu ,,geðsjúklingar“ með Davíðssyndrómið og/eða  mótmælendur  ( taki menn til sín sem það eiga):Væruð þið  til í að þegja – við þurfum að komast í að taka  til eftir ykkur."

Sjáðu nú til Katrín, þú sem kennari ættir að vita að 70% Íslendinga voru hlyntir mótmælunum og yfir 90% Íslendinga vilja DO burt úr Seðlabankanum. Ef þú trúir á alræði mikils minnihluta þjóðarinnar fara tilgátur þínar um "geðsjúklinga með Davíðssyndróm" að hitta þig sjálfa fyrir. Það er nefnilega þannig að oft bylur hæst í tómri tunnu og nú er kannski kominn tími fyrir náhirð DO að fara að þegja þannig að landsmenn geti farið að taka til eftir Flokksmennina og Foringjann á Svörtuloftum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:46

25 Smámynd: Katrín

Hilmar hvað þú gerir skiptir mig engu máli, þú ert fyrst og fremst manneskja ekki satt og vilt vera tekinn alvarlega sem slíkur?  Ég satt að segja nenni ekki að elta ólar við svona meldingar en það að ég sé kennari er ég þá fífl þar sem mínar skoðanir fara ekki saman við þínar?

Til hvaða skoðunarkannana ert þú að vísa? Og hvað hafa þær með mína skoðun að gera?  Allt þetta brambolt hefur ekki skilað neinu í bættum hag fólksins.  Til hvaða aðgerða hafa stjórnvöld gripið til að bjarga heimilum landsins?  hvað hafa menn verið að ,,dunda" sér við síðustu vikur?  Jú eltast við að friðþægja mótmælendur því þeir sem hafa hátt eru óþægilegir og margir stjórnmálamenn þola illa eitthvað óþægilegt.

Ef það kallast að tilheyra ,,náhirð" DO að gagnrýna mótmælendur þá verður það bara að vera þannig.  Með því að einblína á ,,sekt" eins  manns hafa tugir sloppið með auðinn sinn til útlanda og ekki lyfta menn upp pottloki til að gagnrýna þá.  Enn fleiri venjulegir Íslendingar hafa misst allt sitt og ekki er verið að bjarga þeim.

Þið vijið utanþingsstjórn..gott og vel og hvernig gekk nú sú krafa?  Jú við sitjum uppi með gagnslitla stjórn í 2 mánuði og svo enn aðra eftir það.  Á meðan fer dýrmætur tími til spillis en það skiptir líkelgast ekki máli því tilgangurinn helgar meðalið ekki satt Hilmar? 

Katrín, 23.2.2009 kl. 08:41

26 Smámynd: H G

Er þetta sama Katrín sem ein allra átti ættingja sem höfðu dáið í blogg-spjalli um daginn? Kemur ekki máli við hér, en tilfinning fyrir raunveruleika er ef til vill ekki sterkasta hliðin hjá þeirri konu.

H G, 23.2.2009 kl. 14:22

27 Smámynd: Katrín

Það þarf óþverrahug að setja fram athugasemdir á borð við þessa að ofan og smáslatta af aumingjaskap til að fela sig á bak við nafnleysið.  Af hvorutveggja áttu nóg af H G ( kannski skammtstöfun fyrir helvítis gunga??)

Katrín, 23.2.2009 kl. 15:16

28 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það er svo sem skiljanlegt, að VG eða einhverjir úr þeirra röðum hafi blandað sér í mótmælin á Austurvelli. Þeir hafa eytt miklu púðri í mótmæli innan Alþingis án mikils árangurs, svo að það mátti reyna að nota "landgönguliðana" til að sækja að rétt kjörnum alþingismönnum utanfrá og gefa þeim ekki vinnufrið. Þetta ætti að vera flestum mönnum ljóst, ekki satt ?

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 23.2.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband