Skelfilegur bandarískur raunveruleiki

Dapurlegra er en orð fá lýst að lesa fréttir af því að bandarískur strákur hafi ákveðið að drepa ófríska sambýliskonu pabba síns, að því er virðist að tilefnislausu. Þó að bandarískt samfélag sé að mörgu leyti óútreiknanlegt er þetta svo kaldrifjaður verknaður að það er ekki nema von að spurt sé hvernig að börn komist í skotvopn með þessum hætti og brenglist svona gjörsamlega.

Þetta mál minnir á mörg þekkt af þessu tagi í bandarísku samfélagi þar sem hin fullkomna fjölskylda býr í flottu hverfi en eitthvað er þar stórlega að. Erfitt er að fá svör við stóru spurningum þessa máls. Fyrstu viðbrögðin verða þó eðlilega undrun. Þó bandarískt samfélag sé óútreiknanlegt og kaldrifjað hlýtur þetta að teljast merki um veikar stoðir samfélags.

Er tölvuleikjaveruleikinn, þar sem hægt er að skjóta niður fólk endalaust, og kuldalegt efni þar sem morð og óhugnaður er aðalefnið að hafa slík áhrif á ungt fólk að það geti verið svo kaldrifjað að slátra sínum nánustu, jafnvel algjörlega af tilefnislausu? Ekki nema von að spurt sé.

Rætt hefur verið mörgum sinnum á undanförnum árum um skotvopnaeign í Bandaríkjunum; hversu auðveldlega ungt fólk geti komist í skotvopn og misst algjörlega stjórn á sér; nægir þar að hugsa til fjöldamorðanna í bandarískum skólum. Við höfum séð slíkar árásir hér á Norðurlöndum.

Erfitt er að finna einhverja eina töfralausn. Ein þeirra er þó að endurskoða byssulög og herða viðurlög til muna en það er ekki ein gullin töfralausn, enda hefur sannast að sé nógu kaldrifjaður vilji að baki þess að gera slíkt og hugurinn að baki er brenglaður getur fátt stöðvað hann.

En þegar að ellefu ára gamalt barn getur framið slíkan verknað og hafa aðgang að vopnum er eðlilegt að spurningin sé hvað sé eiginlega að gerast. Hvar er samfélagið að bresta?

Vonandi leggjast Bandaríkjamenn nú í alvöru pælingar um skotvopnavandann og hvað sé að gerast í þeirra samfélagi.

mbl.is 11 ára drengur ákærður fyrir morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Þú segir: ,,sé nógu kaldrifjaður vilji að baki þess að gera slíkt og hugurinn að bak er brenglaður getur fátt stöðvað hann."

Í þessu tilfelli hefði 11 ára drengur ekki haft nein úrræði til að ná sér í byssu til að fremja þennan voðaverknað nema til kæmi þessi eign og kæruleysislega geymsla slíks vopns, sem n.b. hefur líklega verið ætluð honum, miðað við fyrstu fréttir að þetta hafi verið byssa ætluð börnum..

Gísli Sigurðsson, 22.2.2009 kl. 15:20

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hvað hefur ellefu ára gamalt barn að gera við skotvopn? Come on. Þetta er rót vandans í Bandaríkjunum. Hvernig komast börn langt undir lögaldri í vopn. Þetta var stóri punkturinn hjá mér. Skotvopnamálin eru annars ekki bara bandarískt samfélagsvandamál. Þegar hafa verið framin fjöldamorð af nemendum í norrænum framhaldsskólum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2009 kl. 15:23

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Mér sýnist við vera á sama máli í þessu. Fáránlegar reglur hjá BNA mönnum þegar kemur að meðferð og eign skotvopna. Þetta er bara svo innprentað í þjóðarvitund þeirra að erfiðlega getur gengið að breyta þessu, tæki kynslóðir að breyta hugarfari þjóðarinnar. Er ekki rétt að frændur okkar Finnar eru á svipuðu róli með sínar skotvopnareglur með þeim skelfilegu afleiðingum sem við höfum heyrt þaðan.

Gísli Sigurðsson, 22.2.2009 kl. 15:57

4 identicon

Þetta eru fjölmiðlar og auglýsendur sem ýta undir ótta fólks hvert við annað.  Þetta er ágætlega tekið fyrir hjá Manson þarna í lokin

http://www.youtube.com/watch?v=90xJVOUuV-I

Björn I (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:28

5 identicon

Bandaríkin er nú ekkert verri en önnur lönd og mörgum sinnum skárri en Ísland...

Hvað er þetta búið að gerast oft í Finnlandi...

Joseph Fridzhfsldfs þarna í Austurríki

Barnaníðingashittið allt í Belgíu

Finnst oft eins og það meigi aldrei koma shokking frétt frá USA þá er það versta land í heimi að búa... er evrópa eða Ísland eitthvað skárri?

Mér finnst ég milljón sinnum öruggari á djamminu í Texas, New Orlaens eða Miami heldur en í Reykjavík get ég sagt

I I (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband