Eineltisvandamál á Selfossi

Einelti í skólakerfinu á ekki að líða. Fréttir af slæmum eineltismálum á Selfossi eru skelfilegar, sérstaklega ef satt er að ekki hafi verið tekið á þeim af hörku. Ég er ekki hissa á að slíkt einelti hafi skelfilegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir þann sem fyrir því verður heldur og alla fjölskyldu viðkomandi. Fjöldi mála á Selfossi sem koma upp vegna klíkumyndunar og beins ofbeldis sem því fylgir eru þess eðlis að spurt er hvort ekki eigi að taka á því.

Þetta þarf að ræða af fullri hreinskilni, alls staðar í þjóðfélaginu. Glæpsamlegt ofbeldi í skugga eineltis er ekki líðandi, hvar sem það er, sérstaklega þegar það gerist í skólum landsins. Slíkt verður að stöðva. Mikilvægast af öllu er að viðurkenna vandann, gera hann opinberan og tala opinskátt um það.


mbl.is Einelti látið viðgangast á Selfossi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

skammarlegt fyrir skólayfirvöld á Selfossi hvernig þau hafa hagað sér og verið aðgerðarlítil eða jafnvel aðgerðarlaus. Einelti í skólum er auðvitað ekkert annað en ofbeldi sem vill oft fylgja gerandanum yfir á vinnustað ef ekki er tekið í taumana. Ég þekki unga stúlku í Hafnarfirðinum sem hefur þurft að skipta um skóla vegna eineltis. Undarlegt að þolandinn skuli þurfa að skipta um skóla og verða því fyrir enn meiri óþægindum. Einelti getur haft mjög varanleg áhrif og ollið miklum sálarkvölum. Þetta má ekki líða og verður að taka hart á einstaklingum sem leggja aðra í einelti, hvort sem þeir eru nemar eða jafnvel kennarar.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 24.2.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband