Morgunblaðinu bjargað frá leppnum Cosser

Ég er mjög ánægður með að íslenskum fjárfestum undir forystu Óskars Magnússonar tókst að kaupa Morgunblaðið. Mér leist ekkert á að Ástralinn Steve Cosser keypti blaðið, sérstaklega ekki eftir umræðu um að hann væri leppur einhverra fjárfesta eða útrásarvíkinga sem vildu ekki koma fram undir eigin nafni og auk þess fjölmiðlaframkomu hans í gærkvöldi sem var með því dapurlegra sem lengi hefur sést er hann líkti Moggakaupum við að hann gæti keypt íbúðina sína í London margoft.

Nú verður að ráðast hvaða framtíð Morgunblaðið á við breyttar aðstæður. Nýjir eigendur geta vonandi haldið úti rekstri áskriftardagblaðs, vandaðs dagblaðs við þessar aðstæður. Vissulega hafa allar aðstæður á fjölmiðlamarkaði breyst og sérstaklega staða dagblaða í fjölmiðlun. Ekki er ljóst lengur með útgáfa dagblaðanna. Ekki virðist staða Fréttablaðsins mjög traust, eins og sést af nýlegum brottrekstri á nokkrum af bestu blaðamönnum þess.

mbl.is Þórsmörk kaupir Árvakur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist Þorsteinn Már Baldvinsson vera einn af eigendum Þórsmerkur sem keypti Árvakur. Síðast sá ég Þorstein og Jón Ásgeir tala um stærsta bankarán sögunnar þegar að þeir fengu ekki að moka 80 milljörðum út úr Seðlabanka Íslands í botnlausa hít hlutabréfakaupa Glitnis í sjálfum sér og félaga Jóns Ásgeirs.

Ég fagna þessu ekki, heldur harma þetta mjög.

Runi (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 06:36

2 Smámynd: Ólafur Helgi Rögnvaldsson

Ég áttaði mig ekki alveg á því af hverju ástralskir hrægammar voru að sveima yfir Íslandi?

En ágætt að þeir eru farnir, verst er að þeir renna oft á lyktina og eru líklegir til að koma aftur.

Óli Helgi.

Ólafur Helgi Rögnvaldsson, 27.2.2009 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband