Vandræðin með bankaráðsformann Kaupþings

Brotthvarf Gunnars Arnar Kristjánssonar sem bankaráðsformanns Kaupþings eftir aðeins tvo daga er enn eitt klúðrið í sarpinn fyrir minnihlutastjórnina, og var varla bætandi á fyrir trúverðugleika hennar. Skýringarnar um að Gunnar Örn hafi ekki áttað sig á umfangi hlutverks formanns bankaráðsins og skyldum hans hljóma vægast sagt ótrúverðugar og vandræðalegar. Eitthvað annað hefur komið upp sem hefur leitt til þess að formaðurinn hrökklast frá.

Er kjaftasagan rétt um að kusk hafi verið á hvítflibba hans?


mbl.is Gunnar Örn hættir í bankaráði Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Væri nú hissa ef það væri ekki eitthvað meira en kusk og maðurinn á kafi í business.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.2.2009 kl. 19:38

2 identicon

Hef ekki heyrt neina kjaftasögu, en endilega segðu okkur hana!

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 20:19

3 Smámynd: TARA

Veistu það Stefán, ég er alveg hætt að skilja nokkuð í þessum hringlandahætti. Ég batt miklar vonir við nýju ríkisstjornina, alla nýju bankastjórana og svo framvegis, en held að sú von sé að laumast út um gluggann minn.

Ég fer samt ekki ofan af því að Jóhanna er heiðarleg kona og frábær stjórnmálamaður og ég hélt að hún myndi valda þessu hlutverki. Kannski gerir hún það, en hitt veit ég, að það þarf eitthvað að breytast til að koma lagi á þessa óreiðu sem enn ríkir.

TARA, 25.2.2009 kl. 22:05

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Gunnar Örn hefur komizt undir manna hendur, eins og sagt er. Um það mál hefur verið fjallað í fjölmiðlum og því teljast feilspor á ferli hans ekki falla undir kjaftasögur. Þetta hefði þeim aðilum mátt vera ljóst er leituðu til hans um að taka að sér starf í bankaráðinu.

Leitin að rétta manninum held ég hins vegar að hafi dálítið þröngan fókus, svo að fyrst er rætt við menn með rétt skilríki. Ég held það sé rétt munað að Gunnar Örn sé ekki sjálfstæðismaður, en hafi verið í tengslum við framsóknarmenn í Reykjavík, að svo miklu leyti sem hann hefur verið viðriðinn pólitík.

Það er vonandi að mönnum takist að hafa upp á framsóknarmanni í Reykjavík sem hefur hreint sakavottorð . Nei, ég segi nú bara svona!

Flosi Kristjánsson, 25.2.2009 kl. 22:59

5 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Er einhver séns á því að menn innan þessarar ríkisstjórnar axli ábyrgð? Maður spyr sem ekki veit....

Reynir Jóhannesson, 25.2.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband