Erfiðir dagar Steingríms - íslandsmet í klúðri?

Ragnar Reykás, fjármálaráðherra, nei afsakið Steingrímur J. Sigfússon, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Gærdagurinn var ekki góður fyrir hann, þegar Gunnar Örn Kristjánsson hrökklaðist við lítinn orðstír úr bankaráðsformennsku í Kaupþingi eftir 48 klukkustundir. Ráðherrann hafði ekki fyrir því að kynna sér feril Gunnars Arnar eða væntingar hans til starfsins. Til að bjarga andlitinu, eða varla það, var sagt að Gunnar Örn hefði nú ekki vitað hvað fólst í verkinu og að það krefðist nærveru hans. Þvílíkur brandari.

Eins og flestir vita hrökklast Gunnar Örn úr stöðunni fyrst og fremst vegna þess að Gamli Landsbankinn afskrifaði milljarð króna vegna skulda félags sem Gunnar rak ásamt félögum sínum. Gunnar keypti Bræðurna Ormsson ásamt viðskiptafélögum sínum árið 2004 - fengu lán til að fjármagna kaupin hjá Landsbankanum og fór bankinn fram á aukin veð. Félagið varð gjaldþrota og allir geta ímyndað sér framhaldið.

Steingrímur J. sagði í tíufréttum Sjónvarps í gærkvöldi að þúsundir Íslendinga hefðu nú fengið afskrifaðar skuldir undanfarið og fannst þetta með milljarðinn ekkert mál í sjálfu sér. Er þetta ekki örugglega maðurinn sem talaði um siðferði í stjórnmálum og að nýjir tímar myndu hefjast með valdaskiptum fyrir nokkrum vikum. Hann stendur varla í lappirnar lengur, enda búinn að kokgleypa allt fyrir ráðherrastólinn.

Hélt einhver að eitthvað myndir breytast með nýrri ríkisstjórn? Vel við hæfi að þessi ráðherra læsi passíusálm á þessum tragíska niðurlægingardegi sínum. Þessi stjórn er að setja íslandsmet í klúðri og fer sennilega að nálgast heimsmetið brátt.


mbl.is Steingrímur las fyrsta sálminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddur Ólafsson

Nei Stefán, Íslandsmet ykkar sjálfstæðismanna stendur óhaggað, þ.e. að sigla þjóðarskútunni í strand.

Oddur Ólafsson, 26.2.2009 kl. 09:42

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvað hefði Steingrímur sagt og hvernig hefði hann látið á Alþingi og fyrir framan myndavélar fjölmiðlanna hefði einhver annar en hann sjálfur átt í hlut?  Hann hefði ekki getað hamið sig af bræði og það hefði ekki verið skortur á orðaflaumnum sem hefði flætt frá honum.

En við verðum víst að muna það að það er ekki sama hvort það er Steingrímur J. í Vinstri grænum eða einhver annar.

Oddur, hvað þjóðarskútuna varðar, þá sagðist ríkisstjórnin ætla að bjarga skútunni, en ekki henda öllum fyrir borð og rífa hana í tætlur, eins og hún er nú að gera.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.2.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband