Árni M. Mathiesen hættir í stjórnmálum

Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur nú ákveðið að hætta þátttöku í pólitísku starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gefur ekki kost á sér til endurkjörs í þingkosningunum eftir tvo mánuði. Ég virði mjög þessa ákvörðun Árna og tel að hann hafi þar litið til flokkshagsmuna, umfram sína eigin, og hugleitt stöðuna. Það ber að virða og ég tel að Árni sé maður að meiri að víkja af sviðinu við þessar aðstæður og taka þessa ákvörðun eftir allt sem á undan er gengið.

Árni hefur setið á þingi í 18 ár og var ráðherra samfellt í áratug. Pólitísk þátttaka hans í innra starfi Sjálfstæðisflokksins hefur staðið mjög lengi, en hann var lengi virkur innan SUS áður en hann tók sæti á þingi ungur að árum. Ég hef ekki alltaf verið sammála Árna og stundum mjög ósammála. Samt sem áður hef ég virt pólitískt starf hans mikils og tel að hann hafi gert margt gott í störfum sínum.

En komið er að leiðarlokum, sérstaklega við þessar aðstæður, og ég tel það virðingarvert að Árni víki til hliðar eins og komið er málum.

mbl.is „Nú fer ég að líta í kringum mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Vissulega virðingarvert....en samt hefur farið fé betra.

Georg P Sveinbjörnsson, 26.2.2009 kl. 14:24

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

"virðingarvert að Árni víki til hliðar eins og komið er málum."

Hvað áttu við?

Maðurinn bara sá að hann á ekki séns eftir allt sukkið og svínaríið sem hann er búinn að láta hafa sig út í á sl. árum.

Eins og einhver sagði hann grípur kanski í geldingartangirnar, en ég ættla rétt að vona að hann sé betri dýralæknir en pólitíkus.

Fáum bara Inga Björn inn í staðinn, þó í öðru kjördæmi sé.

Sverrir Einarsson, 26.2.2009 kl. 14:44

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Líklega rétt Kristinn, sýndi einungis þroskamerki og hafði vit á að hætta, tek aftur "vissulega virðingarvert".

Georg P Sveinbjörnsson, 26.2.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband