Davíð og Eiríkur kveðja í Seðlabankanum

Vissulega eru það tímamót nú þegar minnihlutastjórn með takmarkað umboð hefur rofið sjálfstæði Seðlabanka Íslands og beitt pólitískum hreinsunum, m.a. á mönnum sem hafa unnið í bankanum áratugum saman. Líka felast tímamót í því að Davíð Oddsson heldur til annarra verka. Hið besta við það er að Davíð Oddsson öðlast nú aftur málfrelsið sem ansi margir vildu svipta hann á meðan hann var seðlabankastjóri. Persónuleg aðför að Davíð hefur gengið of langt og kemur ekki við málefnalegri gagnrýni nema að mjög takmörkuðu leyti.

Nú á Davíð Oddsson að tala hreint út um atburðarás síðustu tólf til átján mánaða í íslensku samfélagi. Eins og vel kom fram í merkilegu Kastljósviðtali á þriðjudag lumar hann á mörgum upplýsingum, upplýsingum sem þurfa að verða opinberar. Tala þarf hreint út. Jákvæðustu tíðindi dagsins eru þau að Davíð hefur fengið málfrelsið sitt.

Lögin um Seðlabankann hafa afhjúpað það versta hjá þessari máttlausu ríkisstjórn. Hún hefur ekki gert neitt að ráði. Tími hennar hefur farið í pólitískar hreinsanir. Með vinnulaginu var afhjúpuð hræsni þingmanna vinstriflokkanna. Þeir ætluðu að beita Alþingi sem afgreiðslustofnun þar sem samviska og sannfæring þingmanna átti að víkja.

Gott dæmi um þetta er lélegasti ráðherra ríkisstjórnarinnar sem talaði niðrandi um þingmann á facebook-síðu sinni því hann vildi vinna vandað og vel að lagasetningu og láta sannfæringuna ráða. Þetta fólk eru hræsnarar í besta falli orðað. Er þetta ekki sama liðið og blaðraði um að Alþingi þyrfti að hefja til vegs og virðingar?

mbl.is Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Seðlabankafrumvarpið var ekki um Seðlabankann, þar var um að reka DO.

Nú fagnar Jóhanna en DO sagði á sprengidaginn að hann fengi málið eftir 2 daga - hvort þetta eigi eftir að verða JS til framdráttar ætla ég ekkert segja til um

Óðinn Þórisson, 26.2.2009 kl. 19:52

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Davíð fer að segja frá........

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2009 kl. 20:43

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þetta er með miklum ólíkindum allt saman og þó, kannski kemur þetta ekki svo á óvart. Það er ekki að ástæðulausu að þessu fólki hefur ekki verið treyst fyrir stjórnartaumunum síðustu áratugina. Þau virðast öll að tölu vera komin í eitthvert "animal farm" consept sem vonandi endar ekki eins illa. Nei með þessu áframhaldi rýkur fylgi Sjálfstæðisflokksins upp fyrr en varir. Markmiðið virðist vera að fá útrás með valdinu og félagshyggjan gleymd og grafin undir valdhrokanum og neikvæðninni. Við þurfum bara að halla okkur aftur og horfa á "upp og niður á sextiu dögum" ekki satt?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.2.2009 kl. 21:22

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fylgið ríkur upp Adda. Orð að sönnu

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband