Norskur stjórnmálamaður settur yfir Seðlabanka

Mér finnst það hálf kaldhæðnislegt eftir allt talið um að stjórnmálamaður megi ekki vera seðlabankastjóri á Íslandi að ríkisstjórnin hafi valið gamlan stjórnmálamann í Noregi, sem vann í embættismannakerfinu og sat sem aðstoðarfjármálaráðherra á valdadögum Gro Harlem Brundtland, sem eftirmann Davíðs Oddssonar. Fyndið, ekki satt?

Hvernig fer þetta heim og saman við 20. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands? Þar er kveðið á um að "engan megi skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt." Skrípaleikurinn heldur áfram í boði þessarar veiklulegu ríkisstjórnar.


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tvennt: Maðurinn er settur, og hvaðan hefurðu það að seðlabankastjórinn hafi komi nálægt stjórnmálum í áratug? Er Jón Steinar stjórnmálamaður?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta fer vel heim og saman við fyrri embættisfærslur Jóhönnu og tvískinnung hennar gagnvart lögum. hún vill að allir aðrir virði lög og taki ábyrgð nema hún sjálf sem var dæmd fyrir lögbrot.

já í jafnaðarstefnunni þá eru sumir jafnari en aðrir. 

Fannar frá Rifi, 27.2.2009 kl. 13:51

3 identicon

Gagnvart stjórnarskránni virðist þetta hanga á muninum á "skipaður" og "settur". Það má ekki skipa útlending í íslenzkt embætti. Það er þá spurning hvort megi setja mann í embætti sem ekki má skipa hann í. Setning er venjulegast undanfari skipunar.

Stjórnmálamaður, já en þetta er stjórnmálamaður með "réttar" skoðanir. Það er meginmálið. Öfgasinnaðir vinstri menn hafa gjarnan litið á pólitískar hreinsanir sem allra meina bót, en þeir bíta höfuðið af skömminni með öllu þessu tali um "faglegt" hitt og þetta.

Skúli (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:02

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Er ekki frjálst flæði fjármagns og vinnuafls á Evrópska efnahagssvæðinu. Eru opinber embættisstörf annars eðlis en það að byggja hús eða skúra gólf? Spyr sá sem ekki veit.

Gísli Sigurðsson, 1.3.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband