Norski bankastjórinn geymdur á hótelherbergi

Mér finnst frekar fyndið að lesa frásögnina af því að íslenska vinstristjórnin hafi geymt Norðmanninn Svein Harald Øygard á hótelherbergi í Reykjavík alla vikuna. Gisti hann þar og borðaði í boði þjóðarinnar, spyr ég bara? Nú fer maður að skilja af hverju lá svona mikið á að koma frumvarpinu um Seðlabankann í gegnum þingið í vikubyrjun. Þar átti sannfæring og samviska þingmanns að víkja fyrir ráðherraræðinu í Stjórnarráðinu.

Meira að segja þeir sem höfðu talað fjálglega um að auka veg og virðingu Alþingis og minnka ráðherraræðið á þingi stýrðu aðförinni að þingmanninum. Þetta fólk hefur afhjúpað sig sem hræsnara, en kannski var ekki við öðru að búast?

Atburðarásin síðustu dagana fer að verða ansi góð frásögn í farsa, svona inn og út um dyrnar farsi. Ekki þarf miklu að breyta til að það gangi upp. Kannski verður hægt að hlæja að hótelævintýrum norska bankastjórans líka.

Hvernig er það, mátti karlgreyið ekki fara af hótelherberginu og var bundinn þar við hótelbarinn?

mbl.is Bankastjórinn beið átekta á hóteli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heldurðu að davið hefði leyft honum að gista?

árni aðals (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:35

2 identicon

In my experience, a hotel room is a great place to get work done, even though one has to pay for the internet connection more often than not.

Lissy (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:54

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það er gott að vera léttur í lund og kunna að sjá spaugilegur hliðana á þessu leikriti öllu saman. Samt er þetta grafalvarlegt mál.

Emil Örn Kristjánsson, 27.2.2009 kl. 15:18

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þjóðin hefur nú alltaf verið talin gestrisin en það er kanski ástæða til að breyta því nú þegar illa árar.

Finnur Bárðarson, 27.2.2009 kl. 17:11

5 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er  hópur landráðamanna sem hefur gert þjóðina
gjaldþrota. Fram á síðustu stund reyna þeir að valda sem mestum skaða og
eyðileggja framtíð þjóðarinnar.

David ‘de bankrover’ "bankaræninginn"

http://www.volkskrant.nl/economie/article1155890.ece/David_de_bankrover_moet_opstappen

http://www.icenews.is/index.php/2008/10/13/richard-portes-analyses-the-shocking-errors-of-icelands-meltdown/
 

Jón (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband