Veruleikafirring Ingibjargar Sólrúnar

Veruleikafirring Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur var algjör í viðtalinu við Elínu Hirst í Fréttaauka Sjónvarpsins fyrir stundu. Hún reynir þar að kenna Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu um það sem aflaga fór en horfist ekki í augu við eigin ábyrgð á vandanum og telur sig hafa axlað ábyrgð með því að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin var á vaktinni þegar hrunið átti sér stað og getur ekki firrt sig þeirri ábyrgð ekki frekar en forysta Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma. Stjórnmálamenn í ríkisstjórn Íslands á síðasta ári brugðust algjörlega.´

Í stað þess að viðurkenna ábyrgð sína og pólitísk afglöp í aðdraganda bankahrunsins, t.d. með því að víkja af hinu pólitíska sviði er reynt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist og komið fram með orðaleppa um að hinir hafi brugðist. Þetta var ekki Ingibjörgu Sólrúnu til sóma og mér finnst eiginlega sorglegt að sjá viðbrögð hennar. Þetta viðtal var í heildina ein tragedía og sýnishorn á því hvernig stjórnmálamaður neitar að horfast í augu við eigin afglöp.

mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála þessu Stefán Friðrik,manni var bara óglatt/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.3.2009 kl. 21:00

2 identicon

Þetta er algjör siðblinda hjá henni eins og hjá æði mörgum stjórnmálamönnumí dag

Rúnar (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Oddur Ólafsson

Það er þröngt setið á EKKI BENDA Á MIG bekknum þessa dagana.

Davíð, Ingibjörg, Geir......

Oddur Ólafsson, 1.3.2009 kl. 21:32

4 identicon

Það er með ólíkindum hvað geislabaugurinn á ykkur Sjálfstæðismönnum er bjartur núna í stjórnarandstöðu. Ef það hefði verið eitthver minnsta samviska í þinni forystu, þá ætti hún að vera löngu stigin frá.

Ábyrgð Samfylkingar er mikil, einnig hjá Framsóknarflokknum en hún er svo sannarlega langmest hjá Sjálfstæðisflokknum.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 22:27

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Margt til í þessu hjá þér Stefán Friðrik. Ég beið reyndar eftir spurningu Elínar Hirst, sem blasti við:

Datt þér aldrei í hug Ingibjörg að kallað til fundar með Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu, ja, eða viðskiptaráðherra, um hvort brugðist hafi verið við viðvörunarorðum IMF um stærð bankakerfisins? Aldrei frá apríl til október?

Og önnur spurning:

Nú bárust skilaboðin frá IMF til íslenskra stjórnvalda þ.e. ríkisstjórnarinnar. Bar ríkisstjórnin þá ekki fyrst og síðast ábyrgð á að eitthvað væri gert?

Og þriðja:

Nú var viðskiptaráðherra úr Samfylkingunni. Rættir þú Ingibjörg Sólrún, sem formaður Samfylkingarinnar, um hvort Fjármálaeftirlitið væri ekki að bregðast við þessum viðvörunarorðum?

Því miður eru íslenskir fjölmiðlar ennþá að bregðast hlutverki sínu. Í stað að spyrja stjórnmálamenn gagnrýna spurninga um eitthvað sem þjóðin vill vita um þá meðhöndla þeir stjórnmálamennina ennþá með silkihönskum.    

Jón Baldur Lorange, 2.3.2009 kl. 00:12

6 identicon

Það var ákaflega dapurlegt að hlusta á blessaða konuna og það kom mér mikið á óvart þegar hún tilkynnti um framboð sitt.  Konan á greinilega langa leið í bata og ég vona hennar vegna og ekki síður þjóðarinnar að hún sjái að sér og afturkalli framboðið sitt.  Ég óska henni góðs bata og framtíðar.  Varðandi ábyrgð er hún greinilega algjörlega úr takt við raunveruleikann.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 01:33

7 identicon

Ég tek undir orð Stefáns Friðriks í þessari færslu um fyrrverandi utanríkisráðherra.Því miður mætti segja svipað um fleiri af okkar forystumönnum.

Gagnrýni Jóns B.Lorange á íslenska fjölmiðla er líka, því miður, réttmæt í þessu sambandi og sorglega mörgum öðrum.

Við sjálf verðum kannski  að vera ábyrgari og gera meiri kröfur til forustumanna okkar hvort sem þeir starfa við stjórnun, stjórnmál eða fréttamiðlun.

Agla (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 08:45

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það hefur löngum borið á því að Ingibjörg Sólrún hefur verið gagnrýnd óvægilega af pólitískum andstæðingum hennar og Samfylkingarinnar. Fyrir daga hrunsins voru menn s.s. Hannes Hólmsteinn og lagsbræður hans iðnir við kolann. Nokkur sýnishorn af upphrópunum hægrimanna sýna hversu annt þeim var um að tjá hug sinn til hennar: "Sápukúlan Ingibjörg Sólrún" "Ingibjörg Sólrún - Ræðusnilld á röngum tíma". "Vitlaus kona á vitlausum stað og vitlausum tíma" sem "vekur góðlátlega fyrirlitningu".

Það er sammerkt þessum skrifum að þau byggjast á ómálefnalegri gagnrýni. Þar er ein uppáhalds klisjan að ISG sé í sérstöku sambandi við Baugsveldið.

Nú hefur ný atlaga verið gerð og að henni standa ólíklegustu menn og mun umfangið aukast mjög þegar nær dregur kosningum. Ingibjörg Sólrún hefur gert mistök líkt og aðrir, en hennar mistök í forystu Samfylkingarinnar eru dvergvaxin í samanburði við syndaskrá forystumanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Og það sem meira er, hún hefur viðurkennt að hún sé ekki óskeikul og hún hefur í verki axlað ábyrgð með því að rjúfa stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn.

Ég kaus Kvennalistann með Ingibjörgu Sólrúnu innanborðs löngu fyrir daga Samfylkingarinnar. Ég studdi hana í kosningum til borgarstjórnar og gekk loks í Samfylkinguna. Hún er sá stjórnmálamaður samtímans sem hefur best höfðað til mín og minna hugmynda um þjóðmál. Ég fagna því ákvörðun hennar um áframhaldandi starf til stuðnings jafnrétti og samfélagi siðaðra manna.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.3.2009 kl. 13:43

9 identicon

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:51

10 identicon

Hjálmtýr:Mistök I.S. "í forystu Samfylkingingarinnar eru dvergvaxin í samanburði við syndaskrá .... " Eru þetta valkostir okkar. Er hún bara  skársti kosturinn?

Agla (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband