Plott ISG afhjúpast - rauður dregill fyrir Dag

Pólitískt plott Ingibjargar Sólrúnar afhjúpast með varaformannsframboði Dags B. Eggertssonar í dag. Hún ætlar sér að ríghalda í formannsstólinn, tryggja kjör Dags í varaformannsstólinn og fara svo af sviðinu þegar hentar henni sjálfri og færa Degi formannsstólinn á silfurfati án kosningar. Ætli að það eigi svo ekki að tryggja Degi fimmta sætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu fyrir þingkosningarnar í vor? Ekki vantar frumlegheitin í Samfylkingunni.

Þetta er eins og copy/paste af innkomu Ingibjargar sjálfrar í landsmálin 2003. Forystutvíeykið þá var fíaskó frá upphafi til enda fyrir Samfylkinguna. ISG var þó slegin af sem forsætisráðherraefni í fyrstu tölum vorið 2003 og á einni nóttu varð Halldór Ásgrímsson allt í einu forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Veit ekki hvort Jóhanna fær jafn dapurleg örlög í þessu hlutverki en Ingibjörg Sólrún en þetta er ekki beint jákvætt hlutskipti.

Dagur fær semsagt rauðan dregil fyrir sig í forystusveitina ef heildarplottið hennar ISG fær að standa. Á einum blaðamannafundi sat hún og raðaði bitlingum og tilskipunum í allar áttir. Ekki aðeins ákvað hún ein hver yrði forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, hvernig þrjú efstu sætin yrðu skipuð í Reykjavík, þó prófkjör sé, heldur ákvað hún sjálf að ríghalda í formannsstólinn fyrir valinn arftaka.

Þetta er nú lýðræðið í Samfylkingunni og hin margfrægu samræðustjórnmál Ingibjargar Sólrúnar í öllu sínu veldi. Ætli almennir flokksmenn muni sætta sig við þessar tilskipanir?


mbl.is Dagur í varaformanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já þetta tekur hausinn af skömminni/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.3.2009 kl. 21:03

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ágætis samsæriskenning, en ef hún er að búa til jarðveg fyrir einhvern annan af hverju telur þú frekar að það sé Dagur en Árni Páll?

Lára Stefánsdóttir, 1.3.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband