Ríkisstjórnin hefur ekkert gert á einum mánuði

Í dag er mánuður liðinn frá því að vinstristjórnin tók við völdum. Á þeim tíma hefur hún engu komið í verk, nema pólitískum hreinsunum og fara undir norskt yfirvald, en státar sig aðeins af verkum síðustu ríkisstjórnar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fetar í þessi spor á Sprengisandi sme í morgun og talar aðeins um afrek síðustu stjórnar og reynir að upphefja sig á þeim.

Þetta er auvirðilegt og ómerkilegt, í besta falli orðað. Heill mánuður er farinn í súginn hjá þessari umboðslausu ríkisstjórn. Hún hefur aðeins komið einu frumvarpi í gegnum þingið á heilum mánuði, pólitískum hreinsunum í Seðlabanka. Hvar er skjaldborgin um heimilin og úrræðin í efnahagsmálum?

mbl.is Vextir fara að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Má ég benda þér á það Stefán að síðasta ríkisstjórn gerði EKKERT, á meðan hún sat við völd, í hvað, eitt og hálft ár?

Sverrir Einarsson, 1.3.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ekki áttirðu von á að þessi stjórn kæmi einhverju í verk Stebbi. En þú gleymir að Ögmundur er búinn að afturkalla svo til allar tillögur GÞÞ um sparnað. Hann hefur aftur á móti ekki lagt neitt til sem telst til sparnaðar eða niðurskurðar. Hann sagði á starfsmannafundi á sjúkrahúsinu á Ísafirði á föstudag að stjórnmálamenn ættu að taka vinsælar ákvarðanir. 

Hvernig hann ætlar að skera niður um 6,7 milljarða í heilbrigðiskerfinu og taka bara vinsælar ákvarðanir get ég ekki skilið. Hvað varðar þessa minnihlutastjórn þá mun hún ekki gera neitt fram að kosningum.

Ingólfur H Þorleifsson, 1.3.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Stefán Friðrik, getur þú sagt mér hvað fyrri ríkisstjórn gerði á mánuðum þar á undan sem varð landsmönnum að gagni.  Menn eiga ekki að kasta grjóti úr glerhúsi.

Marinó G. Njálsson, 1.3.2009 kl. 17:09

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Aðstoðarmaður forsætisráðherra, Hrannar Björn Arnarsson er greinilega ekki sammála þér því hann var með þessa línu uppi á Facebook: 

Hrannar 27 dagar - 29 þingmál, m.a. um breytingar á 42 lögum auk fjölda stefnumarkandi samþykkta. Afkastamesta ríkisstjórn frá upphafi ! 12:34

Frá vinum sínum fékk hann meðal annars þessi viðbrögð: 

- Ummæli
Flosi Kristjansson kl. 12:50 þann 27. febrúar En Ríkisstjórnin fór frá 1. febrúar :-)

Flosi Kristjánsson, 1.3.2009 kl. 17:36

5 identicon

Heyr, heyr...maður hafði von um kraft og útsjónarsemi. Ekki ein einasta úrræði fyrir fjölskyldur og skuldara íbúðalána og ekkert til þess að hvetja til þess að láta hjól viðskiptalífsins rúlla. Útsjónaremin er engin, eintómt blaður!

Haraldur Haraldsso (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 17:41

6 identicon

Það er magnað hvernig raunveruleikinn er ávallt litaður af viðhorfum eigandans.

Tvær manneskjur á sama stað, sama tíma hafa hvor sína gerólíka söguna að segja af sömu viðburðum.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 17:44

7 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Ojæja.

Árni Þór Sigurðsson, 1.3.2009 kl. 17:44

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég var mjög gagnrýninn á síðustu ríkisstjórn, vægast sagt. Þeir sem lásu vefinn muna það örugglega, enda var ég aldrei sáttur við samstarf þessara flokka og fannst það fela í sér kyrrstöðu. Hinsvegar er ljóst að þessi ríkisstjórn stólar á samkomulagið við alþjóða gjaldeyrissjóðinn og stendur að mestu við niðurskurðinn sem var í pípunum hjá fyrri ríkisstjórn. Hinsvegar er mjög dapurlegt að enn hafi ekkert verið gert hjá þessari stjórn, enda fór hún fram með slagorð um hvað ætti að gera, skjaldborg um heimilin og úrræði í efnahagsmálum. Þetta eru orðin tóm. Spaugstofan gerði gott grín að þessu í gærkvöldi með því að sýna snjókomu á skjánum þegar átti að rekja stefnu og verk vinstristjórnarinnar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.3.2009 kl. 17:49

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er miklu meira en forveri Steingríms komi verk marga mánuði þar á undan....

Vandmálið var verkleysi Sjálfstæðisflokksins og gullfiskaminni kjósenda er ekki svo slæmt að menn séu búnir að gleyma því Stefán.

Svo veit ég ekki hvaða upplýsingar þú hefur aðrar en að éta upp það sem í þig er skrökvað í flokksmálgagninu

Jón Ingi Cæsarsson, 1.3.2009 kl. 17:51

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Góður punktur Flosi. :)

Nákvæmlega Halli. Þetta er mjög dapurt, enda er Skallagrímur ekki mjög hnarreistur þessa dagana, t.d. eftir að hann skipaði Gunnar Örn í Kaupþing. Þvílíkt fíaskó!

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.3.2009 kl. 17:53

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi ríkisstjórn var mynduð um eitt mál reka Davíð og það er það eina sem þeir hafa gert og svo er spuring hvort skipan norska seðlabankastjórnas standist stjórnarskrána.

Óðinn Þórisson, 1.3.2009 kl. 18:19

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Síðasti fjármálaráðherra var nú handónýtur Jón Ingi. Ég var margoft búinn að gagnrýna hann harðlega og fyrir löngu búinn að missa alla virðingu fyrir honum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.3.2009 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband