Litlar líkur á miklum þáttaskilum í pólitíkinni

Ekki virðast miklar líkur á umtalsverðum pólitískum þáttaskilum í vor. Í öllum skoðanakönnunum mælist styrkur fjórflokksins á meðan veikleikar nýju framboðanna koma í ljóst. Flest bendir til að stóra breytingin verði sú að fimmti flokkurinn síðasta áratuginn, Frjálslyndi flokkurinn, hverfi af sjónarsviðinu. Stutt kosningabarátta kemur sér ekki vel fyrir ný framboð sem þurfa sinn tíma til að festa sig í sessi. Langur kosningavetur hefði getað hentað þeim betur, bæði til skipulags og við að vinna þá innri vinnu sem öll framboð þurfa að fara í gegnum.

Spádómar Ólafs Þ. Harðarsonar gera ráð fyrir mikilli vinstrisveiflu. Þar gerir hann ráð fyrir því að annar vinstriflokkanna haldi sjó þrátt fyrir að bera umtalsverða ábyrgð á bankahruninu og erfiðri stöðu landsins en hafa ekki axlað þá ábyrgð að neinu leyti. Enn situr formaður þess flokks á sínum stóli og skammtar öðrum í kringum sig völd og ákveður skipan þriggja efstu sæta á framboðslistanum í Reykjavík ein og óstudd. Ægivald hennar innan eigin flokks virðist enn til staðar þrátt fyrir að allt annað í kringum hana hafi hrunið til grunna.

Mér finnst lýðræðið hjá Samfylkingunni í Reykjavík koma best fram í því að nýja skoðanakannanakerfið á netinu, Þjóðfundur, mælir styrk kjördæmaleiðtoga allra flokka um allt land í prófkjörum. Þegar kemur að þeim er spurt um hver verði í fjórða sæti. Stóra spennan í prófkjörinu er um fjórða sætið. Lýðræðið er mjög skondið fyrirbæri, sérstaklega hjá vinstrimönnum. Þar á líka að tefla fram leyniformannskandidat án kosningar. Tryggja á Degi flokksformennsku og þingsæti framhjá prófkjöri og landsfundi.

Eflaust snúast kosningarnar í vor um lýðræði og hvort við höfum lært eitthvað á hruninu. Mér finnst eðlilegast að þeir sem virkilega taka til hjá sér og fara í naflaskoðun njóti sannmælis á meðan þeir sem engu vilja breyta og hafa sama gamla, þreytta liðið í forystu fái að kenna á því. Þeir hafa þá í raun ekki lært neitt. En eflaust er það rétt að gömlu flokkarnir berjast um völdin og það verður milli þeirra innbyrðis sem örlögin ráðast. Nýju framboðin falla sennilega á tíma.

mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Samfylkingin ber alls ekki "umtalsverða" ábyrgð á bankahruninu. Bankahrunið var óumflýjanlegt strax árið 2006 og þá þegar sáu margir sérfræðingar, innlendir og erlendir, hvert stefndi.

Það er alveg sama hvaða stjórn hefði tekið við um mitt ár 2007, hún hefði ekki getað afstýrt séríslensku kreppunni. Bólan var farin að myndast miklu fyrr.

Svala Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 17:47

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Fyrirgefðu Svala en ég er þeirrar gerðar að ég vil að þeir sem séu á vaktinni standi í lappirnar og standi sig. Þeir sem voru á vaktinni í haust og mánuðina fyrir hrunið stóðu sig ekki, þeir stóðu ekki í lappirnar. Enda var síðasta ríkisstjórn mjög léleg, handónýt og aðgerðarlaus. Þar bera allir ábyrgð. Punktur og basta. Burt með allt þetta fólk úr pólitík.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.3.2009 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband