Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína

Ég er ekki hissa á því að Sjálfstæðisflokkurinn sé að styrkja stöðu sína og Samfylkingin sé að veikjast í sessi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stokkað sig mjög upp að undanförnu og mun mæta til leiks í kosningunum með nýja forystu. Flestir þeir sem leiddu flokkinn í aðdraganda og eftirmála bankahrunsins hafa ákveðið að víkja af hinu pólitíska sviði - grasrót flokksins kallar líka eftir umtalsverðum breytingum og er að gera upp við forystusveitina með mjög kraftmiklum hætti í umræðunni og mun gera það ennfremur í prófkjörum og landsfundi í þessum mánuði.

Engum dylst að krafan úr grasrót Sjálfstæðisflokksins er einföld - þeir sem beri ábyrgð axli hana, sérstaklega með því að víkja úr forystusveitinni, láti sig hverfa, annaðhvort með góðu eða illu. Þetta fer ekki framhjá nokkrum manni. Grasrótin í flokknum er mjög eindregin í afstöðu sinni. Sjálfur hef ég tjáð þær skoðanir mánuðum saman að flokkurinn stokki sig upp og þeir víki af sviðinu sem brugðust. Þetta er sjálfsögð og eðlileg krafa - nægir að líta á skýrslu endurreisnarnefndarinnar sem öflug skilaboð, en þar er gert upp við forystuna, forystu sem brást á örlagatímum.

Þeir sem voru á vaktinni í aðdraganda bankahrunsins og þegar allt hrundi og fyrstu mánuðina eftir það verða að víkja. Þetta er einföld krafa og innan Sjálfstæðisflokksins er búið að verða við henni að mestu. Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi eftir þrjár vikur og útlit er fyrir umtalsverðar breytingar í prófkjörum, sérstaklega í Reykjavík. Flokksmenn sætta sig einfaldlega ekki við að þeir sem hafa brugðist leiði áfram flokkinn. Leitað er til nýs fólks. Þetta er stóra ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn er að ná vopnum sínum. Hlustað var á grasrótina.

Í Samfylkingunni er staðan allt önnur. Þar ætlar pólitískt skaddaður formaður, sem brást á vaktinni í aðdraganda bankahrunsins, að sækjast eftir endurkjöri sem flokksformaður og fara í þingframboð í vor eins og ekkert hafi í skorist. Hún ætlar að komast aftur á þing og halda sínum völdum með persónulegum vinsældum Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún ætlar sér að reyna að hanga í pilsfaldi gömlu konunnar sem er nógu góð til að leiða vagninn en fær ekki að taka við Samfylkingunni sem flokksformaður og alvöru leiðtogi.

Þar hefur þrem efstu sætum í Reykjavík verið úthlutað af þessum skaddaða flokksformanni sem brást á vaktinni á kostulegum blaðamannafundi. Þessir þrír kandidatar fara ekki einu sinni á framboðsfund með meðframbjóðendum sínum í Reykjavík. Eru of upptekin fyrir því að berjast um sæti sem þau virðast sjálfkjörin í. Þetta er allt lýðræðið. Svo virðist sem að velja eigi nýjan formann og þingmann bakvið tjöldin, Dag B. Eggertsson, án kjörs á landsfundi og í prófkjöri.

Ætlar grasrótin í Samfylkingunni að sætta sig við þetta? Á meðan grasrótin í Sjálfstæðisflokknum er að taka til, stendur fyrir alvöru hreinsunareldum og pólitískum þáttaskilum með mannabreytingum á vaktinni sefur Samfylkingin á verðinum með skaddaðan formann sem er úr tengslum við þjóðina. Hún er skemmd söluvara, enda talar hún ekki lengur fyrir Samfylkinguna.

Stóru tíðindin í þessari könnun að öðru leyti eru tvenn. Fjórflokkurinn er afgerandi í sessi og Framsókn virðist stopp í tólf prósentum. Ný framboð ná engum hljómgrunni og frjálslyndir eru um það bil að þurrkast út af þingi. Þetta verða kosningar fjórflokkanna sýnist mér.

mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, við erum að sækja í okkur veðrið!

Sjálfstæðisflokkurinn með "nýrri og ferskri" forystu og með vindinn í seglin eftir Landsfundinn verður líklega í 34-35%

Framsóknarflokkurinn með "nýrri og ferskri" forystu á eftir að fara 15-17%

Þetta mjakast allt í rétta átt

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.3.2009 kl. 22:25

2 identicon

Sæll Stefán. Hef oft lesið bloggin þín og kunnað að meta hvað þú hefur oft verið yfilætislaus og jafnvel litið út fyrir að vera fordómalaus þó ég hafi alltaf vitað að þú værir sjálfstæðismaður. En nú, eftir hrunið hefur þú afhjúpað þig sem ansi strangtrúaður frjáshyggjmaður sem siglir undir fölsku flaggi sem hófsemdarmaður. Neitar að viðurkenna að stefnan hafi beðið skipsbrot - þó þú vitir það inni við beinið. Erfitt að viðurkenna að lífsskoðunin (frjáshyggjan) sé hrunin? Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera í bili. Þeir sem styðja hann eru að viðurkenna að þeim sé sama um það að Ísland sé næstum gjaldþrota. Kv. Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:46

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi minnihutastjórn vg&sf var myndum um eitt mál - reka DO

Nú hafa þessir flokkar lýst yfir að þeir séu yfirmáta ástfangnir af hvorum örðum og vilja starfa áfram eftir kosningar - málefni verði sett til hliðar - en aðalatriðið er að halda Sjálfstæðisflokknum úti -
Hversvegna sameinast þessir flokkar ekki ?

Þessi í könnum er ákveðin vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn er að styrkjast og er það jákvætt - stefnan er góð og gild og eftir landsfund með nýja forystu verður hann enn sterkari.

Óðinn Þórisson, 6.3.2009 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband