Helmingur kjósenda hafnar formennsefnum SF

Ég er ekki undrandi á því að helmingur landsmanna vilji hvorki Jón Baldvin Hannibalsson eða Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í forystusæti í íslenskum stjórnmálum. Tel að tími þeirra beggja sé liðinn, reyndar sést það best með Ingibjörgu Sólrúnu sem ætlar að fara í gegnum næstu kosningar í pilsfaldi annarrar konu, reyna að komast inn á þing aftur á vinsældum hennar þrátt fyrir eigin óvinsældir.

Kjósendur vilja nýtt fólk í forystu stjórnmálananna, helst nýja kynslóð með nýjar hugmyndir og nýja sýn á málefnin. Ingibjörg Sólrún hefur enn enga ábyrgð axlað á því að hafa brugðist á vaktinni, í aðdraganda bankahrunsins og er stórlega sködduð pólitískt á eftir.

Mér finnst það merkilegt að grasrótin í flokknum ætli að sætta sig við fyrirskipanir hennar á blaðamannafundi og það að tekin séu frá þrjú efstu sætin í prófkjöri flokksins. Foringjaræðið virðist þar vera algjört.

Svo er sérstaklega athyglisvert að unga fólkið í Samfylkingunni tekur ekki fram fyrir hendurnar á eldra liðinu og kemur með eigin kandidat til forystu, þegar kallað er eftir nýju fólki og alvöru breytingum.

mbl.is Tæp 46% vilja hvorugan frambjóðandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny B Good

Ég vil ekki að Bjarni Benediktsson verði formaður Sjálfstæðisflokksins og ekki heldur að Sigmundur Gunnlaugsson sé formaður Framsóknarflokksins.  Fyrir Sjálfstæðisflokkinn vil ég fá Eggert Haukdal sem formann og Árna Johnsen sem varaformann og fyrir Framsókn vil ég fá Finn Gunnlaugsson sem formann og Bjarna Harðarson sem varaformann.

Johnny B Good, 7.3.2009 kl. 17:25

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég styð hvorki Bjarna Ben sem formann Sjalla, né Sigmund Davíð sem formann Framsóknar. Það hins vegar skiptir engu máli, þar sem ég er í hvorugum flokknum og myndi aldrei kjósa þá.

Að sama skapi skiptir það eitt máli að mikil meirihluti SAMFYLKINGARFÓLKS styður Ingibjörgu Sólrúnu til formennsku. Hvað stuðningsmenn annarra flokka vilja hefur einfaldlega ekkert vægi.

Svala Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband