Skynsamleg ákvörðun hjá Tryggva Þór

Tryggvi Þór Herbertsson, prófkjörsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi, gerir rétt með því að birta opinberlega fjárhagsleg tengsl sín við atvinnulífið. Þetta eiga allir frambjóðendur að gera á vefsíðum sínum eða í blaðaskrifum fyrir þessar alþingiskosningar. Ótækt er með öllu að vafi leiki á tengslum frambjóðenda og beinni þátttöku við atvinnulífið eða óljóst hvort þeir hafa hagsmuna að gæta.

Á þessum tímum þegar mikil óvissa og tortryggni ríkir þarf þetta að koma fram. Þetta eykur enn möguleika á því að Tryggvi Þór nái góðum árangri í prófkjörinu á laugardag. Fólk vill heiðarleika og traust vinnubrögð í þessum efnum.

mbl.is Tryggvi Þór: Greinir frá fjárhagslegum tengslum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefán,

telur þú gáfulegt fyrir Tryggva að fara á þing? Áttu von á því að hann styði til að mynda frumvarp um rannsóknir á þeim sem hafa hér allt keyrt niður? Mikið af þessum mönnum hljóta að vera vinir hans?

kv

Maggi (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 14:21

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Gott hjá Tryggva, hann á örugglega eftir að fá mörg atkvæði út á þetta framtak sitt.  Tryggvi vill örugglega eins og flest allir íslendingar fá allt upp á borðið og myndi ég treysta honum til þess að stuðla að því að svo verði gert.  Það mætti enn leggja aukinn þunga í rannsóknarvinnu varðandi hrunið og ætti sérstakur saksóknari að fá frumkvæðar heimild til rannsóknar á öllum þeim stöðum sem hann telur þörf á.  Einnig þarf að auka við starfsfólk á skrifstofu hans, það er nógur mannskapur á lausu.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.3.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband