Ríkið yfirtekur Straum

Yfirtakan á Straumi eru enn ein nöpru þáttaskilin í íslensku efnahagslífi. Á innan við þrem sólarhringum fóru allir þrír stærstu bankarnir, þar af gömlu ríkisbankarnir tveir sem voru einkavæddir árið 2002, undir vald Fjármálaeftirlitsins. Nú, fimm mánuðum síðar, fer Straumur sömu leið, þegar flestir töldu mestu hættuna liðna hjá.

Merkilegustu tíðindin eru þau að Straumur þurfti að standa skil á skuldbindingum að fjárhæð 33 milljónum evra í dag en hafði aðeins handbært fé að fjárhæð rúmlega 15 milljónum evra. Segir meira en mörg orð um stöðuna. 

Á meðan allt hrynur og breytist í ólgusjó sögulegra þáttaskila um allan heim, þar sem bankar falla og fjármálafyrirtæki hníga gerist ekkert í helstu loforðum íslensku ríkisstjórnarinnar, varðandi heimilin og fyrirtækin.

Spaugstofan lýsir Jóhönnu og Steingrími sem ráðalausum flugstjórum sem að lokum stökkva fyrir borð. Fáir hafa lýst vandræðagangi þeirra betur.


mbl.is Ríkið tekur Straum yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband