Dagur hopar fyrir Jóhönnu - plottið endurnýjað

Mér finnst merkilegt að Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi, sem talaði fyrr í dag um að meta þurfi stöðuna innan Samfylkingarinnar sé nú búinn að lýsa yfir stuðningi við Jóhönnu Sigurðardóttur sem eftirmann Ingibjargar Sólrúnar. Greinilegt er að þetta er nýja plottið hjá Samfylkinguna. Allt kapp verði lagt á til að fá Jóhönnu til að hætta við að hætta svo bjarga megi samstöðunni innan flokksins.

Eins og ég benti á fyrr í kvöld er engin samstaða um formennskuna gefi Jóhanna ekki kost á sér, þar sem hún er aldna kempan á forsætisráðherrastóli sem leiðir flokkinn fram að uppgjöri um forystuna á miðju kjörtímabili. Þetta er nýja plottið. Þá muni Jóhanna víkja og nýr formaður taka við forystunni, væntanlega fulltrúi nýrrar kynslóðar, væntanlega Dagur sem varaformaður.

Þannig muni plott Ingibjargar Sólrúnar halda velli - eina breytingin verði sú að Jóhanna taki sess ISG þar til Dagur taki við verði hann varaformaður eða hún láti landsfund eftir að velja formanninn. Væntanlega er plottið eftir sem áður að formennskan verði tekin frá fyrir Dag.

mbl.is Rökrétt að Jóhanna taki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er leiðtogakreppa í flokknum - Jóhanna vill ekki verða formaður og engu af unga fólkinu í flokknum virðist vera treyst fyrir formanni eða vera forsætisráðherraefni flokksins -
Jóhanna verður neydd til að taka við keflinu þar sem það er enginn annar og til að koma í veg fyrir enn meiri klofning innan flokksins.

Óðinn Þórisson, 9.3.2009 kl. 03:43

2 identicon

Plott Ingibjargar Sólrúnar? Ég geri ráð fyrir að með „plotti“ eigirðu við „vilja“, því öðruvísi er ekkert vit í færslunni. Eina „plottið“ sem getur orðið að veruleika er „plott“ Samfylkingarinnar sjálfrar. „Plott“ fólksins. Með öðrum orðum vilji fólksins.

Arndís (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband